Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 112
Möðruvöllum var, ásamt Braga L. Ólafssyni hjá RALA,
unnið ögn að fóðuráætlanagerð fyrir kúabúið á stöðinni.
Ég vann nokkuð að gerð kúafóðurblöndu fyrir Fóður-
blöndunarstöð KEA/KSÞ ásamt Guðmundi Steindórssyni
hjá BSE, auk þess að vinna með honum að pistli um það mál í
Fréttum og fróðleik.
Áfram hefur verið fylgst með heykögglagerð á Norðurlandi
og víðar og má geta þess að fyrsta tilraunaverkefnið sem ég tók
fyrir á Skriðuklaustri fjallar um fóðrunarvirði heyköggla.
Þá þykir skylt að geta um þingsályktunartillögu, sem sam-
þykkt var á Alþingi 23. maí 1985, á þá leið að skora á ríkis-
stjórnina að vinna að því að koma við aukinni heimaöflun og
hagkvæmni í landbúnaði enda er hún skilgetið afkvæmi
fyrstu heimaöflunarnefndar Ræktunarfélagsins. Flversu
burðugt afkvæmið kann að verða í framtíðinni er mjög undir
þvi komið hver hugur fylgir máli í þessu efni hjá félaginu.
Starfsfólk.
Sem fyrr var Bjarni í 3A úr stöðu hjá félaginu. Undirritaður
var í fullu starfi til 1. maí síðastliðið vor en fór þá í eins árs
launalaust leyfi eða þar til það liggur ljóst fyrir hvort af
fastráðningu verður á Tilraunastöðinni á Skriðuklaustri.
Matthildur Egilsdóttir vann við efnagreiningar frá því um
20. ágúst til 20. september síðastliðið haust. Gunnfríður
Hreiðarsdóttir vann allan daginn hluta ágústmánaðar og
fram um miðjan september, en hefur verið í rúmlega hálfu
starfi síðan. Guðborg Jónsdóttir var í hálfu starfi frá því í
byrjun október og út maí auk þess sem hún hefur séð um
hreingerningar. Jóhanna Jóhannsdóttir var í hálfu starfi frá
miðjum september til áramóta og Herdís Guðjónsdóttir vann
hálfan daginn frá 10. september til áramóta. Öllu þessu fólki
eru þökkuð ágæt störf í þágu félagsins.
Sömuleiðis er stjórnarmönnum þakkað ágætt samstarf, svo
og ráðunautum á svæðinu, bændum og öðru því fólki, sem ég
hefi átt samskipti við á þessu og liðnum árum.
Að lokum.
Ef til vill hefur undirritaður ekki í annan tíma borið annan
114