Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 116
afhent bændum tölvuskrifaða áburðarpöntun og áburðar-
leiðbeiningu. Virðist þessi aðferð lofa góðu.
Endurvinnsluátak.
Ný heimaöflunarnefnd Ræktunarfélagsins tók þá stefnu að 4
reyna að efla áhuga manna á endurvinnslu túna. Hef ég
nokkuð unnið með þessum áhugasama hópi og er í bígerð að
beita bestu tækni og þekkingu við að endurvinna tún á tveim
bæjum í hverri sýslu á Norðurlandi. Verður þetta væntanlega
samvinnuverkefni milli Ræktunarfélagsins, búnaðarsam-
bandanna og bænda. Bæirnir hafa þegar verið valdir og í
sumar hefur gögnum verið safnað. Var gróðurfar metið á
öllum spildum bæjanna og jarðvegssýni tekin bæði til efna-
og eðlisgreiningar. Hugmyndin er að hefja jarðvinnsluna í
haust á þeim bæjum sem enn eru ekki komnir af stað. Munum
við koma á vettvang í haust með plóg og plægingarmann,
hefja endurvinnsluna og halda plægingarnámskeið.
Fyrir forgöngu Þórarins Lárussonar er væntanlegt til j
landsins jarðvegslosunartæki og verður það væntanlega
einnig prófað i þessu endurvinnsluátaki, en einnig er í athug-
un að fá til landsins norskt verkfæri sem notað er til sáningar í
gróinn svörð. Þetta tæki gæti hentað til að sá í land eftir
kalskemmdir, ef ekki er þörf á að vinna landið af öðrum
ástæðum.
Á þessu ári kom til mála að skeljasandur yrði fluttur á
hafnir á Norður- og Austurlandi, en steinullarverksmiðjan á
Sauðárkróki þarf töluvert magn til sinnar framleiðslu. Er í
athugun hvort hægt sé að sameinast um þessa flutninga, en
svo sem kunnugt er þá hefur flutningskostnaður á kalki komið
í veg fyrir að kölkun yrði sjálfsagður liður í jarðræktinni.
Vonandi tekst að koma þessu i kring fyrir næsta vor.
Fundir, ferðalög og ritstörf. j
Ég sótti Ráðunautafund Bf og RALA í febrúar og flutti þar
erindi um endurræktun lands eftir kal. A þessu ári sótti ég
aðalfundi BSVH, BSAH, BSE og BSSÞ. Ég fór ásamt Þórarni
Lárussyni í fundaferð um V-Húnavatnssýslu framan af vetri
118