Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 117
og um N-Þingeyjarsýslu síðla vetrar. Þá fór ég í júnímánuði á
alla bæina tólf sem eru með í endurvinnsluátakinu til að meta
gróðurfar, mæla holurými og ræða við bændurna. Með mér í
þeirri ferð voru ráðunautarnir Jón H. Sigurðsson, Sauðár-
króki og Guðmundur H. Gunnarsson, Akureyri. Ferð þessi var
á margan hátt fróðleg vegna þess að á tímabilinu frá áburð-
ardreifingu og fram að slætti eru allar misfellur í áburðargjöf
mjög augljósar og því gagnlegt að gefa sér tíma til að ganga
um túnin með bændunum.
Ásamt Agli Bjarnasyni gerði ég mat á kalskemmdum í
Austur-Fljótum en það var eina svæðið sem kalskemmda varð
vart í vor, auk fremstu bæja í Ólafsfirði og nokkurra bæja í
Svarfaðardal. Tún komu annars óvenjuvel undan vetri.
Ritstörf hafa því miður verið með minnsta móti þetta ár, en
eina grein skrifaði ég í Frey, aðra í Ársrit Ræktunarfélagsins
auk tveggja pistla sem ég skrifaði ásamt Þórarni Lárussyni.
Rannsóknastörf.
Nokkuð hef ég unnið að uppgjöri á niðurstöðum tilrauna er
snerta kalþol, eitrun af jarðefnum og endurvinnslu túna. Þá
var haldið áfram með þrjár tilraunir er snerta kölkun og
sýringu jarðvegs og áhrifin á efnamagn og endingu Berings-
punts og vallarfoxgrass. Það olli nokkrum vonbrigðum að
Beringspunturinn í einni tilrauninni (Möðruvöllum) hafði
skemmst af haustbeit en vallarfoxgrasið hélt velli. Á hinum
tveimur stöðunum (Saltvík og Hallgilsstöðum) standa báðar
grastegundirnar ágætlega og voru allar tilraunirnar slegnar.
Önnur tilraun á Möðruvöllum þar sem hugmundin var að
prófa áhrif sláttutíma á þol grastegundanna tveggja var ekki
framkvæmd vegna þess hve Beringspunturinn var illa farinn.
Á Möðruvöllum er nú komin ágæt aðstaða til mælinga á
frostþoli og svellþoli grasa og hef ég þegar lokið fyrstu tveimur
tilraununum þar með ágætum árangri. Voru þar bornar
saman nokkrar grastegundir. Aðrar tilraunir eru í bígerð þar,
meðal annars ein samnorræn tilraun þar sem fleiri norrænar
rannsóknastofur bera saman niðurstöður sínar.
Á síðastliðnu sumri bar óvenjumikið á grasmaur í túnum á
119