Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 130
b. að halda árlega sameiginlegan fund með fulltrúum búnaðarsamband-
anna á félagssvæðinu, sem jafnframt yrði aðalfundur félagsins. Þar
skulu rædd sameiginleg áhuga- og velferðarmál sambandanna og tekn-
ar ákvarðanir um starfsemi félagsins á hverjum tíma.
c. að stuðla að því að koma á fót verklegum námskeiðum og sérhæfðum
leiðbeiningum á hverju því sviði landbúnaðar er nauðsynlegt þykir.
d. að gefa út ársrit er flytji alhliða búfræðilegan fróðleik, verði málgagn
búnaðarsambandanna á félagssvæðinu og starfsmanna þeirra og vinni
að því að kvnna samböndunum sem best reynslu hvers annars.
4. 'gr.
Búnaðarsambönd í Norðlendingafjórðungi og Ævifélagadeildin á Ak-
ureyri eru aðalfélagar Ræktunarfélagsins. Búnaðarsambönd utan Norð-
lendingafjórðungs geta þó gerst aðilar, enda sé slík aðild samþykkt á aðal-
fundi félagsins.
5. gr.
A aðalfundi eiga sæti með fullum réttindum:
a. Formenn búnaðarsambanda á félagssvæðinu.
b. Búnaðarþingsfulltrúar á félagssvæðinu.
c. Einn fulltrúi fyrir hvert búnaðarsamband, kosinn á aðalfundi þess.
d. Fulltrúar frá Ævifélagadeild og heiðursfélagar.
e. Stjórn félagsins.
Þá eiga ráðunautar á félagssvæðinu rétt á fundarsetu með málfrelsi og
tillögurétti, svo og allir félagsmenn.
Aðalfundur gerir fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár félagsins, afgreiðir
reikninga liðins starfsárs og tekur ákvarðanir um framtíðarstarfsemi
félagsins.
6. gr.
Stjórn félagsins skipa þrír menn, kosnir á aðalfundi til þriggja ára og þrír
til vara. Einn aðalmann og varamann skal kjósa árlega. Formaður skal
kosinn beinni kosningu, en að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum. Þá
skal aðalfundur kjósa árlega tvo endurskoðendur og einn til vara.
7. gr.
Stjórn félagsins fer með allar fjárreiður þess og annast framkvæmdir milli
aðalfunda. Einnig boðar hún til funda og undirbýr málefni fyrir aðalfund.
Heimilt er stjórn að ráða framkvæmdastjóra til að annast daglegan
rekstur og hún ræður einnig aðra starfsmenn.
Ef 'h hluti fulltrúa óskar, er stjórn skylt að boða til aukafunda.
8. gr.
Til þess að slita félaginu þarf samþykki % hluta atkvæða á tveim aðal-
132