Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 3
LANDSBÓKASAFNIÐ 1948-1949
Ritauki
Árin 1948—49 varð skrásettur ritauki Landsbókasafnsins um 8000
bindi prentaðra bóka og ritlinga, þar af gefins auk skyldueintaka
um 2500 bindi. Þess er þó að gæta, að í árslok 1949 var enn ókominn meiri hluti
íslenzkra rita þess árs, og er því ritaukinn raunverulega talsvert meiri en hér er talið.
Bókaeign safnsins er nú talin um 177000 bindi. Eins og áður hafa gjaldeyrisleyfi til
safnsins verið takmörkuð og af þeirri ástæðu ríkt mikil óvissa um, hvað óhætt væri
að panta, og hefir þetta dregið mjög úr erlendum bókakaupum.
Bókagjafir Safninu liafa borizt ýmsar góðar gjafir á þessum árum frá inn-
lendum mönnum og erlendum. Af íslenzkum gefendum ber sér-
staklega að nefna dr. Helga P. Briem, núverandi sendifulltrúa í Svíþjóð, sem gaf safn-
inu um 250 bindi bóka, einkum hagfræðilegs efnis, og frú Hólmfríði Pétursson í
Winnipeg, sem nýlega hefir sent safninu mikla gjöf bóka og handrita til viðbótar
gjöf þeirri, sem frá er skýrt í Árbók safnsins 1945 (bls. 8—10), þar á meðal ýms
íslenzk rit, prentuð vestanhafs, sem safnið átti ekki áður. Af erlendum gefendum má
einkum nefna bókaforlög E. Munksgaards og Gyldendals í Kaupmannahöfn, H. Asche-
hough & Co. í Osló, The British Council, London, The United States Information
Service, auk margra annarra stofnana og einstaklinga.
Hér fer á eftir skrá um gefendur prentaðra rita 1948—49, og eru íslenzkir gefendur
taldir fyrst: Ágúst Böðvarsson, landmælingamaður, Rvík. -— Alexander Jóhannesson,
prófessor, Rvík. — Alþingi, Rvik. — Árni Ólafsson, verzlunarmaður, Rvík. — Arn-
ljótur Davíðsson, bókari, Rvík. — Ársæll Árnason, bókbindari, Rvík. — Ásgeir
Hjartarson, bókavörður, Rvík. — Áskell Löve, náttúrufræðingur, Rvík. — Áskell
Snorrason, tónskáld, Akureyri. — Ástvaldur Eydal, licenciat, Rvík. — Auður Jónas-
dóttir, frú, Rvík. — Barði Guðmundsson, þjóðskjalavörður, Rvík. — Richard Beck,
prófessor, Grand Forks, N.-Dakota. — Björn Sigurðsson, læknir, Keldum. — Lárus
H. Blöndal, bókavörður, Rvík. — Sigfús Blöndal, dr. phil., Kbh. — Bókaverzlun
Sigurðar Kristjánssonar, Rvík. — Bridgefélag Reykjavíkur. — Helgi P. Briem, sendi-
fulltrúi, Stokkhóhni. — Búreikningaskrifstofa ríkisins, Rvík. — Einar Arnórsson,