Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 215
215
LÖG U M SKYLDUEINTÖK
en að ákveðnum tíma liðnum. Sá tími má þó ekki fara fram úr 50 árum, og geymast
þessi rit á meðan hvergi nema í Landsbókasafni, ef útgefandi óskar.
Undanþegin afhendingarskyldu eru verðbréf og hlutabréf, bankaseðlar og annar
prentaður gjaldmiðill.
4. gr.
Landsbókasafn veitir skyldueintökum viðtöku. Menntamálaráðuneytið ákveður í
regli'gerð að fengnum tillögum landsbókavarðar, hve oft og hvar afhending skuli
fara fram á ári hverju. í lok hvers árs skulu allar prentsmiðjur og aðrar stofnanir,
sem lög þessi ná til, senda landsbókaverði skrá í minnst 10 eintökum um allt prent-
mál. smátt og stórt, sem í þeim hefur verið prentað eða margfaldað á árinu.
5. gr.
Af skyldueintökum þeim, sem talin eru í 1. gr., skal Landsbókasafn varðveita tvö,
eitt skal lagt til Háskólabókasafns og eitt til bókasafns Norðurlands á Akureyri. Oðr-
um skyldueintökum skal Landsbókasafn ráðstafa til bókasafna og vísindastofnana.
Menntamálaráðuneytið setur í reglugerð að fengnum tillögum landsbókavarðar nán-
ari ákvæði um skiptingu þeirra.
6. gr.
Verði prentsmiðja gjaldþrota eða hætti störfum, áður en afhending skyldueintaka
hefur farið fram, er þrotabúinu eða kostnaðarmönnum prentmálsins skylt að sjá um,
að ákvæðum 1. gr. sé fullnægt.
7. gr.
Vanskil á prentmáli varða sektum frá 50—5000 kr., sé eigi bætt úr vanrækslu, þeg-
ar áminnt er um það. Mál um brot gegn lögum þessum skulu rekin sem almenn lög-
reglumál.
8. gr.
Með lögum þessum eru úr gildi numin lög um prentsmiðjur nr. 23 4. des. 1886, með
þeim breytingum, sem gerðar hafa veriö á þeim fram að þessu.
9. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Athugasemdir hókasajnsnejndar
Um 1. gr.
Fækkað er skyldueintökum af smáprenti niöur í 4 eintök. Þar er meginefniö aug-
lýsingar, áætlanir farartækja, verzlunarnótur, uppdrættir, hvers konar myndaprent,
sem eigi er partur bókar, grafljóö, söngskrár og ýmsar sérprentanir. Þessa 4 eintaka
skyldu þykir nauðsyn að leggja á allt fjölritað mál, sem birt er í minnst 50 eintökum
innan félags eða á almennari vettvangi. Þar eru oft fólgnar merkar söguheimildir og
merki félagsmálaþróunar, staðbundnar fréttir, gamanmyndir, frumútgáfur smásagna