Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 171
HJÖRTUR THORDARSON OG BÓKASAFN HANS
171
síðan á ensku í ritum Ameríska Bókfræðafélagsins (Papers of the Bibliographical
Society of America, 1930, bls. 1—17); loks er grein þessi endurprentuð í riti dr.
Bays, The Fortunes of Books (Orlög bóka), Chicago 1941. Dr. Bay, sem var mikill
vinur Hjartar og dáði hann mjög, gaf einnig út á dönsku dálítinn bækling urn hann
og æviferil hans, Kilden i. Urskoven (Lindin í frumskóginum), sem út kom í Kaup-
mannahöfn 1929 í 125 eintökum.
Þá hefur safnsins að verðugu verið lofsamlega getið í inngangsritgerðum að
ýmsum bókaskrám, t. d. Karpinski: Bibliograplry of Mathematical Works Printed in
America through 1850, Ann Arbor, 1940, að ótöldum greinum um það í blöðum og
alþýðlegum ritum.
Sérstaklega ber að geta mjög ýtarlegrar og fræðimannlegrar ritgerðar Hagedorns
bókavarðar um safnið, „Bibliotheca Thordarsoniana. The Sequel“, sem nú er í prent-
un í ritum ofangreinds Bókfræðafélags, en hann hefur sýnt mér þá miklu vinsemd að
lána mér afrit af handriti sínu, og kann ég honum miklar þakkir fyrir. Þar sem ég veit
hann allra manna fróðastan um safnið, þeirra, sem nú eru ofan rnoldar, hef ég í megin-
atriðum fylgt lýsingu hans á safninu í umræddri ritgerð og bréfurn hans til mín, jafn-
framt því sem ég hef stuðzt við grein dr. Bays.
I einu bréfa sinna lætur Hagedorn bókavörður þess getið, að safnið sé kringum
11000 bindi að stærð; áður bafði verið sagt á prenti, að það væri 25000 bindi, en
þar var um ágizkun eina að ræða. Er sú leiðrétting sízt gerð með það fyrir augum
að rýra safnið eða hið merkilega og óvenjulega bókasöfnunarstarf stofnanda þess,
heldur aðeins til þess að liafa það, sem sannast hefur reynzt í þessu efni. Og hvað sem
stærðinni líður — og hún er ekkert smáræði fyrir einkasafn — þá er safnið frábær-
lega merkilegt og fágætt mjög um bókaval í einkaeign, eins og enn mun sagt verða.
Hagedorn bókavörður bendir réttilega á það í ritgerð sinni, að Hjörtur Thordar-
son hafi safnað bókum sínum með það sérstaklega fyrir augum að sýna þróun
brezkrar vísindalegrar hugsunar og tæknilega framþróun, en bætir því jafnframt við,
sem einnig er hárrétt, að túlkun Hjartar á bókasöfnuninni innan þeirra takmarka hafi
verið á breiðum grundvelli og að fjölda bóka hafi verið bætt í safnið af öðrum per-
sónulegum ástæðum.
Segir Hagedorn bókavörður ennfremur, að Thordarson-bókasafnið skiptist, laus-
lega talað, í eftirfarandi sex flokka: 11 einstök rit um sigurvinningar mannsins yfir
náttúrunni og menningarlega framþróun hans; 2) handbækur og handhægar útgáfur
fágætra bóka, svo sem rit og tímarit fjölmargra fræða- og vísindafélaga, en af slíkum
ritum er mikill sægur í safninu, mestur hluti þeirra í afar vönduðu bandi; 3) lit-
myndabækur („color-plate books“), en flest hinna mörgu rita, sem svo má nefna, eru
mikilvæg og víðkunn vísindarit í náttúrufræði; 4) safnrit sígildra höfunda í skraut-
útgáfum; 5) íslenzkar bækur og rit um íslenzk efni; 6) rit varðandi Vesturálfu
(Americana).
Er safnið einkum auðugt að ritum frá tímabilinu fram til 18. aldar, en eðlilega
takmarkað við sérstakar vísindagreinar eftir þann tíma, þá er vísindalegar rannsóknir