Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 162
162
RICHARD BECK
I
Sveiflaði Surtur svigalævi
hátt yfir hrímjöklum og höfði sveins.
Bláhimins boga bifröstuðu
norðurljós um nótt.
Undrandi, óttalaus, ómálga hugur
lét þá í örlög sín ofið viðkvæði Völuspár:
„Vituð ér enn eða hvat?“
Unnið hafði hann óvitandi
helga heitstrenging: Með höndum sínum,
vörðum vitsmuna Völundar glófum,
úr aflinum æ-kvika: að grípa þetta gull.
II
Hefir þú, Hjörtur, úr hugar-firnum
kallað fram, búinn og boðinn
bending þinni að hlýða:
Anda ins eilífa lampa.
Lagt í læðing Loka þú hefir,
voldugust vafurlog hamið.
Þú lærðir galdra hjá guði!
Á íslenzku hefur vitanlega ýmislegt verið ritað urn Hjört, einkum vestan hafs, og
má þar fyrst telja umsögnina um hann í bók Thorstínu J. Jackson: Saga Islendinga í
Norður-Dakota (Winnipeg, 1926, bls. 92—96), sem greinin um hann í Árbók Háskóla
íslands 1929—1930 (Reykjavík, 1931—32, bls. 55—57) er sýnilega sniðin upp úr,
og loks sér í lagi hina prýðilegu ritgerð séra Kristins K. Olafssonar: „Hjörtur Thord-
arson raffræðingur“ (Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga í Vesturlieimi, XXVII,
1946, bls. 69—77). Hefi eg haft hliðsjón af öllum þessum greinum við samningu þessa
æviágrips, einkum hinnar fyrstnefndu, því að hún er byggð á frásögn Hjartar sjálfs
og að miklu leyti í beinu samtalsformi. Aðrar heimildir hefi eg einnig stuðzt við, og
verður hinna helztu þeirra getið síðar.
II
Meðal landa sinna gekk Hjörtur Thordarson jafnan undir því nafni, þó að nafn
hans á ameríska vísu væri ritað Chester H. Thordarson, og kvað það þannig til kom-