Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 156
156
STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON
aftur. En Guðmundur geymdi sínar arkir. gaf þær síðan Magnúsi H. Jónssyni
prentara, sem gaf þær aftur frú Kristínu Guðmundsdóttur konu Hallbjarnar Halldórs-
sonar prentara, og eru þær nú í hennar eigu, en komnar í vörzlu Landsbókasafnsins,
sem á og ljósmyndað eintak af örkunum.
Þessar prentarkir hefjast með titilblaði, þar sem aðeins stendur söguheitið eitt
(undirtitilblað), en aðaltitilblað er ekkert, með höfundarheiti, prentstað og ártali.
Það er því samkvæmt heimildum þeirra Guðmundar Gunnlaugssonar og Sveinbjarn-
ar Oddssonar, að höfundurinn sé Einar Benediktsson, og leikur ekki á því neinn vafi
(m. a. sá Guðmundur handrit Einars að sögunni, og seinna fær Einar arkirnar hjá
Sveinbirni í því skyni að halda sögunni áfram, eins og fyrr getur). Það er einnig
samkvæmt vitneskju frá Guðmundi, að þetta hafi verið prentað veturinn 1897—98.
Framan við eintakið, sem hann gaf, hefur hann skrifað: „Saga þessi (eftir Einar
Benediktsson) er prentuð í Dagskrárprentsm. 1897. Settar voru aðeins 3 arkir. Síðan
hætt við prentunina og upplagið eyðilagt. Guðm. Gunnlaugsson setjari.“ Síðar hefur
Guðmundur þó sagt mér, að ekki muni hann til víss, hvorum megin áramótanna þetta
hafi verið prentað. Hins vegar hafi þá verið lokið prentun á Sögum og kvæðum, svo
að þessi saga hefur ekki átt að vera í því safni.
En þá má spyrja, hvort hér hafi verið stofnað til heillar bóksögu (rómans) eða
langrar smásögu. Eftir gerð sögubrotsins hefði það getað orðið hvort, sem vera
skyldi. Frásögnin er svo breið og virðist svo langt undan lokalausnum, að varla
getur verið, að á skorti minna en helming sögunnar, en hún hefði uppistöðunnar
vegna getað orðið miklu lengri. En ytri frágangur eða skipan prentarkanna bendir
aftur á móti eindregið til þess, að þetta hafi átt að vera ein saga af fleirum í sömu
bók: undirtitilblað (með söguheitinu einu sér) næst á undan fyrstu blaðsíðu sögunn-
ar sjálfrar, og söguheitið aftur prentað á upphafssíðu sögunnar, eins og ljóst er af
myndinni hér að framan. Þetta er sem sé nákvæmlega með sama sniði og í Sögum og
kvæðum. Það má hins vegar þykja undarlegt, að einn og sami höfundur stofni til
útgáfu tveggja smásagnasafna sama veturinn. En við megum ekki skýra það eftir
meðalmennskusjónarmiðum sjálfra okkar. Kröfur Einars Benediktssonar til sjálfs sín,
listarinnar og heimsins voru hinar sömu og kröfur Brands hjá Henrik Ibsen: Allt eða
ekkert. Ef hann átti á annað borð að gerast skáldsagnahöfundur, voru ærin verkefni
í aðra bók, um leið og hinni fyrstu var lokið, og ærið aflið til að vinna úr þeim.
Annaðhvort var að gerast mikill skáldsagnahöfundur — meiri en dæmi voru til —
eða hverfa með öllu frá þeirn skáldskaparvettvangi. ,,Sögur og kvæði.“ Hér varð að
velja á milli. Hvort um sig krafðist skáldsins alls. Kvæðin urðu koseyrir Einars.
II
Undan krossinum er skipt í tölumerkta, en fyrirsagnalausa kafla. Engin slík kafla-
skipting er í Sögum og kvæðum, og bendir það eitt til þess, að hér hafi upphaflega
verið stefnt út á breiðara sund. Komið er skammt fram í VII. kaflann, þegar söguna
þrýtur. En efni hennar er í stuttu máli þetta: