Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 156

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 156
156 STEINGRIMURJ. ÞORSTEINSSON aftur. En Guðmundur geymdi sínar arkir, gaf þær síðan Magnúsi H. Jónssyni prentara, sem gaf þær aftur frú Kristínu Guðmundsdóttur konu Hallbjarnar Halldórs- sonar prentara, og eru þær nú í hennar eigu, en komnar í vörzlu Landsbókasafnsins, sem á og ljósmyndað eintak af örkunum. Þessar prentarkir hefjast með titilblaði, þar sem aðeins stendur söguheitið eitt (undirtitilblað), en aðaltitilblað er ekkert, með höfundarheiti, prentstað og ártali. Það er því samkvæmt heimildum þeirra Guðmundar Gunnlaugssonar og Sveinbjarn- ar Oddssonar, að höfundurinn sé Einar Benediktsson, og leikur ekki á því neinn vafi (m. a. sá Guðmundur handrit Einars að sögunni, og seinna fær Einar arkirnar hjá Sveinbirni í því skyni að halda sögunni áfram, eins og fyrr getur). Það er einnig samkvæmt vitneskju frá Guðmundi, að þetta hafi verið prentað veturinn 1897—98. Framan við eintakið, sem hann gaf, hefur hann skrifað: „Saga þessi (eftir Einar Benediktsson) er prentuð í Dagskrárprentsm. 1897. Settar voru aðeins 3 arkir. Síðan hætt við prentunina og upplagið eyðilagt. Guðm. Gunnlaugsson setjari." Síðar hefur Guðmundur þó sagt mér, að ekki muni hann til víss, hvorum megin áramótanna þetta hafi verið prentað. Hins vegar hafi þá verið lokið prentun á Sögum og kvæðum, svo að þessi saga hefur ekki átt að vera í því safni. En þá má spyrja, hvort hér hafi verið stofnað til heillar bóksögu (rómans) eða langrar smásögu. Eftir gerð sögubrotsins hefði það getað orðið hvort, sem vera skyldi. Frásögnin er svo breið og virðist svo langt undan lokalausnum, að varla getur verið, að á skorti minna en helming sögunnar, en hún hefði uppistöðunnar vegna getað orðið miklu lengri. En ytri frágangur eða skipan prentarkanna bendir aftur á móti eindregið til þess, að þetta hafi átt að vera ein saga af fleirum í sömu bók: undirtitilblað (með söguheitinu einu sér) næst á undan fyrstu blaðsíðu sögunn- ar sjálfrar, og söguheitið aftur prentað á upphafssíðu sögunnar, eins og ljóst er af myndinni hér að framan. Þetta er sem sé nákvæmlega með sama sniði og í Sögum og kvæðum. Það má hins vegar þykja undarlegt, að einn og sami höfundur stofni til útgáfu tveggja smásagnasafna sama veturinn. En við megum ekki skýra það eftir meðalmennskusjónarmiðum sjálfra okkar. Kröfur Einars Benediktssonar til sjálfs sín, listarinnar og heimsins voru hinar sömu og kröfur Brands hjá Henrik Ibsen: Allt eða ekkert. Ef hann átti a annað borð að gerast skáldsagnahöfundur, voru ærin verkefni í aðra bók, um leið og hinni fyrstu var lokið, og ærið aflið til að vinna úr þeim. Annaðhvort var að gerast mikill skáldsagnahöfundur — meiri en dæmi voru til — eða hverfa með öllu frá þeim skáldskaparvettvangi. ,,Sögur og kvæði." Hér varð að velja á milli. Hvort um sig krafðist skáldsins alls. Kvæðin urðu koseyrir Einars. II Undan krossinum er skipt í tölumerkta, en fyrirsagnalausa kafla. Engin slík kafla- skipting er í Sögum og kvæðum, og bendir það eitt til þess, að hér hafi upphaflega verið stefnt út á breiðara sund. Komið er skammt fram í VII. kaflann, þegar söguna þrýtur. En efni hennar er í stuttu máli þetta:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.