Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 172

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 172
172 RICHARD BECK tóku að færa út landnám sitt og urðu æ fjölþættari með ári hverju. Eigi að síður er þar margt rita frá fyrri og síðari öldum, sem bæði eru mikilvæg að gildi og fágæt í einkasöfnum. Til þess að sýna þróunarsögu mannsandans í vísindum á miðöldunum og fram til 18. aldar valdi Hjörtur sérstaklega bækur á enskri tungu og rit um þau efni, sem út höfðu komið á Bretlandi, en í túlkun þeirrar þróunar tók hann, eins og þegar er vikið að, jafnframt með í safn sitt rit, er sýndu menningarlegan þróunarferil manns- andans í sem fjölþættastri mynd. Er það Hagedorn bókaverði aðdáunarefni, með hve mikilli glöggskyggni Hjörtur valdi þær bækur (eitthvað 900 talsins), er björtu ljósi varpa á framþróun vísindanna, er menn voru að þreifa sig áfram eftir nýjum leiðum og lentu því oft í ógöngum, — bækur, sem samtímis bregða birtu á þjóðlífið í heild sinni. Af slíkum ritum í Thordarson-safninu dregur Hagedorn bókavörður síðan sér- staklega athygli að fyrstu ensku þýðingunni af riti Bartholomeus Anglicus: De Pro- prietatibus Rerum (um 1495; 1535), safnriti í náttúrufræði, er var víðlesið í mörgum þýðingum öldum saman og hafði því mikil áhrif. Af hinum mörgu öðrum safnritum um vísindaleg efni frá umræddu tímabili má nefna David Abercromby: Academia Scientiarum (1687), alþýðlegt rit, og er talið, að eintakið í safni Hjartar sé eitt af tveim í Bandaríkjunum. Stærðfræði, búfræði og læknisfræði voru grundvallarvísindi á umræddu tímabili. Af ritum Roberts Records, brautryðjanda stærðfræðinnar í Bretlandi, eru í safninu útgáfur af tveim kunnustu ritum hans (frá 1551 og 1586), og ýmis önnur fágæt rit í þeirri fræðigrein bæði frá 16. og 17. öld. Má sérstaklega nefna rit Humphreys Bakers: Tlie Welspring of Sciences (1564), og bendir dr. Bay á það í ritgerð sinni, að elztu útgáfur af þessari bók séu svo fágætar, að The British Museum eigi enga þeirra fyrir 1574. Náskyld að efni stærðfræðiritunum eru þau rit í safninu frá fyrri öldum, er fjalla um landmælingar. Elzta sjálfstætt búfræðirit í safninu er William Copland: The Craft of Graffing and Planting of Trees (1565?), eitt af tveim eintökum, sem vitað er um af þeirri útgáfu. Annars er safnið afar auðugt að búfræðiritum, bæði vísindalegum og alþýðlegum, sum í fjölmörgum útgáfum, og eru ýmis þessara rita fágæt mjög. Á það ekki sízt við um sum af hinum mikla ritafjölda um garðyrkju og ávaxtarækt, en þeirra fágætast er The Orchard and Garden (1596), eina eintakið, sem um er vitað, að við lýði sé. Sérstaklega fagurt að frágangi er Reynolde Scot: A Perfite Platjorm of a Hoppe- Garden (1576), fyrsta bók á enska tungu um humlarækt. Þá eru í safninu mörg rit um nautgripa- og býflugnarækt, sum fágæt, og ýmsar bækur um hlutverk hinnar góðu húsmóður, og er þeirra hvað merkust bók Thomas Dawsons: The Good House- wifes Jeiveell (1587), en af henni hafa aðeins þrjú önnur eintök komið í leitirnar. Jafn- framt því, sem fyrrgreind rit í búfræði sýna þróunarferil landbúnaðarins, bregða þau upp glögg-rj mynd af ensku sveitalífi fyrr á öldum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.