Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 222
222
REGLUGERÐ UM LANDSBOKASAFN
meðfarin rit öðrum en þeim, sem gera sennilega grein fyrir því, að þeir þurfi að nota
þau lil fræðiiðkana eða annara nauðsynjastarfa. Fleiri en 10 bækur í einu má ekki
lána sama manni í lestrarsal nema hann geri rökstudda greiri fyrir því, að hann
þurfi þess með, og metur þá salsvörður, hvort taka skuli beiðni hans til greina. Þegar
lánuð eru handrit eða fágætar og dýrar bækur í lestrarsal, er lánþega skylt að hlíta
nánari fyrirmælum um notkun þeirra en sett eru í reglugerð þessari, ef salsverði þykir
við þurfa eða landsbókavörður mælir svo fyrir.
19. gr.
Gestir skulu gæta þess vandlega að fara vel með bækur þær, sem þeir nota í lestrar-
salnum. Eigi má skrifa neitt í þær né strika eða pára á annan hátt Ef gesti af vangá
eða óviðráðanlegunr atvikum verður það á að skemma bók, skal hann þegar gera sals-
verði aðvart. Einnig skal hann tilkynna salsverði tafarlaust, ef hann verður þess var,
að blað vantar í bók, sem hann hefur fengið að láni, eða hún reynist gölluð á ann-
an hátt.
20. gr.
Salsgestum ber að sjálfsögðu að gæta þar ýtrasta hreinlætis í meðferð bóka og allri
umgengni. Þeir skulu haga sér prúðmannlega og hafa svo hljótt um sig sem unnt er.
Samtöl í sambandi við afgreiðslu skulu fara fram svo hljóðlega, að ekki valdi ónæði
þeim, sem sitja við lestur. Ef gestir þurfa að talast við, skulu þeir gera það í forstofu
hússins. Þurfi aðkomumaður að hafa tal af salsgesti, her honum að snúa sér til fata-
varðar, sem gerir þá salsverði aðvart. Oheimilt er gestum að opna glugga í lestrarsal
eða loka þeim, nema með leyfi salsvarðar.
21. gr.
Engum er heimill aðgangur að bókageymslum safnsins né vinnuherbergjum öðrum
en slarfsmönnum safnsins. Ef sérstaklega stendur á, getur landsbókavörður leyft slíkt,
en þó því aðeins, að einhver bókavarða sé í fylgd með gestinum.
Ef skorta þykir á hreinlæti gests, prúðmannlega umgengni eða góða hegðun að
öðru leyti í lestrarsalnum, getur salsvörður vísað honum burtu.
U tlán.
22. gr.
Útlán bóka skulu fara fram hvern virkan dag kl. 1—3 eftir hádegi. Skal bókum
skilað úr útláni á sama tíma. Eitlánsvörður hefur á hendi útlán bóka og viðtöku þeirra
á venjulegum útlánstíma, og er honum ekki skylt að sinna útlánum á öðrum tímum.
Ekki er öðrum starfsmönnum safnsins heimilt að lána út bækur, en taka mega þeir
við skriflegum beiðnum um bækur og afhenda útlánsverði. Er honum þá heimilt
að fá þeim í hendur umbeðna hók gegn kvittun lánþega. Ef sérstaklega stendur á,