Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 176
ÍSLENZK LEIKRIT
FRUMSAMIN OG ÞÝDD
VIÐBÓTARSKRÁ 1946-49
Leiðréttingar, viðaukar og heitaskrá leikrita 1645—1949
LÁRUS SIGURBJÖRNSSON TÓK SAMAN
ViSbótarskráin 1946—49 er tekin saman á sama hátt og frumskráin, sem birtist í
Árbók Landsbókasafns íslands 1945, og tekur hún fyrst og fremst til leikrita, frum-
saminna og þýddra, sem fram komu á þessum tíma. Nokkuð hefur og komið í leitirnar
af leikritum frá fyrri árum og eru þau talin hér, langsamlega drýgsta hlutann lagði til
Arni Sigurðsson, Seven Sisters Falls, Manitoba, í bréfi til mín 5. apríl 1949 og í
ágætri grein sinni „Leiksýningar Vestur-íslendinga“ í Tímariti Þjóðræknisfélagsins,
28. árg., 1947. Árni hefur um langt skeið verið frumkvöðull íslenzkrar leiklistar
vestan hafs bæði sem leikstjóri og leikari, og er hann manna kunnugastur þeim ís-
lenzkum leikritum, sem samin hafa verið vestan hafsins eða sýnd þar. Þar, sem
slíkra leikrita er getið hér í skránni, er vísað til heimildar með skammstöfunum,
ÁS, til hréfs Árna, L.V-L, til greinar hans.
Síðan ég tók saman aðalskrána (sjá Árbók 1945), hafa komið í vörzlu Þjóðleik-
hússins reikningar leikfélaganna í Reykjavík 1881—1915, þeirra er Kristján Ó. Þor-
grímsson hafði fjárreiður fyrir. í þessum plöggum voru öruggar upplýsingar um
þýðendur nokkurra leikrita, sem ég hafði eignað öðrum þýðendum að mestu eftir skrá,
sem þeir gerðu á árunum 1921—22 Indriði Einarsson og Þorsteinn Gíslason. Leið-
réttingar, sem birtar eru hér í skránni samkvæmt kvittunum þýðenda, eru auðkenndar
RLR (Reikningar Leikfélags Reykjavíkur). Skipta sumar þessar leiðréttingar nokkru
máli og er því vissara að bera saman skrárnar, þegar um mikilvirka þýðendur er að
ræða eins og t. d. Indriða Einarsson, Einar H. Kvaran og nokkra fleiri.*
Góða viðbót var að finna í skrám yfir leikrit til útláns, sem Þorsteinn Manberg
kaupmaður hafði gert, en tengdasonur hans, Einar Olafur Sveinsson prófessor, léði
mér. Voru þetta einkum smáleikrit án tilgreinds höfundar og hvergi getið annars
staðar, að ég viti.
Loks er hér birt í heild heitaskrá yfir öll leikritin 1645—1949 í stafrófsröð. Getur
þessi heitaskrá komið að góðu liði, ef menn þekkja heiti leikritsins, en vita eða muna
* Skammstiifun Bf. (burtfallið) er höfð um þýðingar áður ranglega eignaðar þýðanda. Vb. (við-
bót) um þýðingar skv. RLR.