Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 169
HJÖKTUR THORDARSON OG BÓKASAFN HANS
169
sig festa tæknifjötra iðngreinar yðar; sökum þess, að þér eruð lifandi dæmi þeirrar
sjálfsmenntunar, sem háskólarnir verða stöðugt að keppa eftir að gera handbæra
stúdentum sínum; sökum þess, að þér hafið beitt taminni skynsemi og einstæðri
skarpskyggni við söfnun og umhyggju sjaldgæfra fræða; og sökum þess, að þér hafið
á einkaeignum yðar í Wisconsin gefið ríkinu lifandi sýnishorn af því, hvers framsýn
varðveizlu-lífstefna er megnug, þá er mér ánægja að veita yður fræðimeistaranafnbót
í heiðursskyni.“ (Heimskringla, 3. júlí 1929.)
Oneitanlega er þetta fagur vitnisburður. Árið eftir sæmdi Háskóli Islands hann
heiðursdoktors nafnbót í heimspeki sem „hinn mesta hugvitsmann núlifandi Islend-
inga“, og þótti honum eðlilega mjög vænt um þá viðurkenningu frá háskóla ættlands
síns, eins og fram kom í faguryrtu þakkarskeytinu frá honum, en því miður leyfðu
annir hans honum ekki að vera viðstaddur doktorskjörið. Árið 1939 var hann sæmdur
stórriddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu, og heiðursfélagi var hann í Þjóðræknis-
félagi íslendinga í Vesturheimi, eins og sjálfsagt var.
Hjörtur Thordarson lézt þ. 6. febrúar 1945. Auk Júliönu, ekkju hans, lifa hann
synir hans tveir, Dewey og Tryggvi, í Chicago.
III
En Hjörtur var eigi síður víðkunnur fræðaunnandi og bókasafnari en raffræðingur
og hugvitsmaður. Mjög snemma á árum hóf hann bókasöfnun og hélt henni ötullega
áfram jafnan síðan, og í auknum stíl, eftir því sem hann hafði rneiri peningaráð.
Framan af safnaði hann einkum íslenzkum bókum og öðrum ritum um íslenzk efni,
að meðtöldum bókum varðandi íslendinga vestan hafs, en eftir því sem áhugaefni
hans urðu víðtækari, beindist bókasöfnun hans í nýjar áttir. Söguleg fræðahneigð var
honum runnin í merg og bein, og var það því mjög eðlilegt, að hugur hans snerist
fyrst að söfnun bóka, er snertu ættland hans, sögu þess og menningu. En djúp sögu-
leg hneigð hans leitaði einnig langt út fyrir takmörk sögu og fræða ættþjóðar hans.
Þekkingarþrá hans, sem eigi var síður djúpstæður þáttur í skapgerð hans, eins og
lýst hefur verið, kynnti undir. Hugur hans hafði þegar á unglingsárum laðazt að
náttúruvísindunum, einkum rafmagnsfræðinni, og með hugvitssnilli sinni hafði hon-
um á því sviði tekizt að gera nýjar uppgötvanir. Vaknaði þá einnig að sama skapi
hjá honum áhugi fyrir því að kynnast túlkun mannsandans á fyrirbrigðum náttúr-
unnar í liðinni tíð, og jafnframt áhugi fyrir aukinni þekkingu á því grundvallaratriði,
með hvaða hætti rnenn hefðu sigrazt á náttúruöflunum, gert sér orku- og auðlindir
hennar undirgefnar. Þroskasaga náttúruvísindanna á víðlendum grundvelli, samhliða
sögulegri þróun notkunar náttúruaflanna, urðu því þeir meginásar, sem bókasöfnun
hans snerist um. Það er því laukrétt athugað, að bókasafn hans speglaði áhugamál
hans, og má þar þess vegna í rauninni lesa andlega þroskasögu sjálfs hans. Jafnrétt
er það, að „saga mannlegrar hugsunar fremur en atburða var honum hin raunveru-
lega saga mannkynsins“. (K. K. Olafsson.) Hjörtur Thordarson hafði glöggan skiln-
ing á sögulegu samhengi vísindalegra rannsókna í sérgrein sinni, rafmagnsfræðinni,