Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 161
RICHARD BECK:
Hjörtur Tliordarson og bókasafn hans
i
Sé talið, að við höfum tapað,
að tekið sé þjóðinni blóð,
því fimmtungur fáliðaðs kynstofns
sé falinn með erlendri þjóð,
þá ber þess að geta, sem græddist:
Það gaf okkar metnaði flug
að fylgjast með Iandnemans framsókn
og frétta um Væringjans dug.
Þessar ljóðlínur úr hinu snjalla Ijóðabréfi Arnar Arnarsonar til Guttorms J. Gutt-
ormssonar verða mér ofarlega í huga, þegar ég renni sjónum yfir baráttu- og frægðar-
feril Hjartar Thordarsons, raffræðings og bókasafnara, en hann stendur framarlega í
fylkinga þeirra manna og kvenna af ættstofni vorum vestan hafs, sem hæst hafa borið
merki íslenzks atgervis, anda og handar, fram til sigurs á alþjóða skeiðvellinum þar-
lendis. Má því segja, að sá landi hans sé úr „skrítnum steini“ innan brjósts, sem eigi
hitnar um hjartarætur og hleypur eigi kapp í kinn við að rekja framsóknar- og frama-
spor þessa íslenzka sveitapilts, sem að mestu sjálfmenntaður tókst, með árvekni, ötul-
leik og ekki sízt með takmarkalausri þekkingarþrá, að verða talinn í hópi fremstu raf-
fræðinga Bandaríkjanna og jafnframt víðfrægur fræða- og bókavinur.
Þessi óvenjulegi ferill hans vakti að vonum mikla athygli, ekki sízt á síðari árurn
hans, og birtust um hann greinar og ritgerðir í víðlesnum amerískum blöðum og tíma-
ritum; mun kunnust þeirra hafa orðið hin skemmtilega og ýtarlega grein Neil M.
Clark: „The Flare of Northern Lights Started Thordarson on His Quest“ (Leiftur
norðurljósanna kveiktu leitarþrána í brjósti Thordarsons), sem birtist í The American
Magazine, einu af allra útbreiddustu alþýðlegum ritum í Bandaríkjunum, í desember
1926. Grein þessi varð Stephani G. Stephansson tilefni merkilegs kvæðis til Hjartar
(Hjörtur C. Thordarson, Andvökur, VI, bls. 93), og þykir mér fara vel á því að fella
það inn í þessa frásögn um ævi hans og afrek:
Arbók Landsbókasafns 1948—19 11