Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 220
220
REGLUGERÐ UM LANDSBÓKASAFN
IJmsjón hússins.
8. gr.
Landsbókavörður hefur á hendi umsjón Landsbókasafnshússins með aðstoð hús-
varðar. Þegar þörf þykir á meiriháttar breytingum og umbótum, innan húss eða utan,
skal hann Ieita samþykkis menntamálaráðuneytisins, áður en hafizt er handa um frain-
kvæmdir.
9. gr.
Húsvörður hefur á hendi daglega umsjón með húsinu og munum þess. Hann annast
um, að lýsing þess, hitun og ræsting sé í góðu lagi að mati landsbókavarðar, sér um
að lóð hússins sé jafnan þrifaleg, svo og útitröppur og gluggar, eftir því sem við
verður komið. Hann ræður með samþykki landsbókavarðar fólk til fatagæzlu og ræst-
ingar og hefur eftirlit með störfum þess. Hann annast um, að jafnan sé vörður í for-
stofu hússins til síma- og fatagæzlu og til leiðbeiningar gestum á þeim tíma, sem safnið
er opið. Hann heldur uppi reglu í forstofu, stigum og göngum og sér um, að menn
hegði sér sæmilega og hávaðalaust. Hann gætir þess, að eigi hafi aðrir lykla að úti-
dyrum hússins eða vistarverum þess en fastir starfsmenn né hafi þar umgang þegar
húsið á að vera lokað. Hann sér um viðhald og endurnýjun húsmuna og áhalda húss-
ins eftir fyrirmælum landsbókavarðar.
10. gr.
Landsbókavörður getur falið húsverði að hafa á hendi reikningshald hússins. ef
menntamálaráðuneytið veitir til þess samþykki sitt. Tekur húsvörður þá við fjár-
framlögum til hússins og sér um greiðslur vegna þess. Hann semur um áramót reikn-
ing vfir tekjur og gjöld hússins og afhendir menntamálaráðuneytinu í tvíriti.
11. gr.
Húsvörður annast flutning á pósti og bókasendingum milli Landsbókasafns og póst-
húss eða skipaafgreiðslna, þegar á þarf að halda og landsbókavörður óskar þess.
Lestrarsalur.
12. gr.
Lestrarsalur Landsbókasafnsins er opinn á hverjum virkum degi, nema almennum
frídögum, frá kl. 10 árdegis til kl. 10 síðdegis. Þó er heimilt að loka á matmálstímum
kl. 12—1 og 7—8. A laugardögum má loka kl. 7 síðdegis allt árið og kl. 12 á hádegi
þrjá mánuði að sumrinu. Ef nauðsyn ber til að loka einn dag eða fleiri vegna ræst-
ingar eða viðgerða, skal það auglýst í Ríkisútvarpinu.
13. gr.
A þeim tíma, sem lestrarsalur er opinn, er öllum, sem náð hafa 16 ára aldri, hafa
eigi gerzt brotlegir við reglur safnsins og hlíta í öllu fyrirmælum salsvarðar, heimilt