Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1950, Blaðsíða 13
Dr. PÁLL EGGERT ÓLASON
andaðist í Reykjavík 10. október 1949, 66 ára að aldri. Hann var fæddur í Stóru Vog-
um í Gullbringusýslu 3. júní 1883. Foreldrar hans voru Oli Þorvarðsson, hreppstjóra
á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd, Ólafssonar, og Guðrún Waage Eyjólfsdóttir,
Magnússonar Waage í Stóru Vogum.
Páll Eggert útskrifaðist úr lærða skólanum í Reykjavík 1905, lauk lagaprófi í
Háskóla Islands 1918 og hlaut doktorsnafnbót í sama skóla 1919 fvrir ritgerð um
Jón Arason biskup. Árið 1921 var hann settur prófessor í sögu íslands í háskólanum
og veitt það embætti árið eftir. Gegndi hann því starfi til 1929, en gerðist þá banka-
stjóri Búnaðarbanka Islands. Árið 1933 var hann skipaður skrifstofustjóri fjármála-
ráðuneytisins, en fékk lausn frá því embætti 1938 og sinnti eftir það eingöngu fræði-
legum störfum. Auk þeirra embætta, sem talin hafa verið, gegndi Páll Eggert ýmsum
trúnaðarstörfum, var m. a. forstöðumaður Þjóðvinafélagsins um langt skeið. En
öll merkustu störf hans eru á sviði fræðimennsku og bókagerðar. Liggja eftir hann
mörg rit og merkileg í íslenzkri sögu og bókmenntasögu, og eru hin stærstu þeirra:
Menn og menntir, 4 bindi, Jón Sigurðsson, 5 bindi, Skrá um handritasafn Lands-
bókasafnsins, 4 bindi, og lslenzkar œviskrár, áætlaðar 5 bindi, en það rit er nú í
prentun. Ritskrá hans í heild er prentuð á öðrum stað hér í Árbókinni (bls. 208).
Páll Eggert Ólason var gerfróður um heimildir allar og gögn til sögu íslands og
íslenzkra bókmennta og mikilvirkari rithöfundur á því sviði en flestir eða allir sam-
tímamenn hans. Hér verður aðeins drepið á þau störf hans, er beinlínis snerta Lands-
bókasafnið, en sú stofnun á honurn margt og mikið að þakka.
Fyrsta starf Páls Eggerts í þarfir Landsbókasafnsins var uppskrift handrita, og
sinnti hann því öðru hvoru frá 1906—1919. Fór hann þrívegis utan í þeim erindum.
Árið 1913 var hann ráðinn til þess að semja skrá um handrit safnsins, en jafnframt
tók hann að sér að ljúka við skrásetningu prentaðra bóka. Voru þá óskrásettar allar
íslenzkar bækur safnsins og bækur um íslenzk efni, einnig talsvert af erlendum bók-
um. V ar flokkun bókanna og samning spjaldskrárinnar ærið verk, en því mun hafa
verið lokið um 1920. Jafnframt skrásetti Páll Eggert ritauka safnsins ár hvert til
ársins 1924. Auk skrásetningar prentuðu bókanna vann hann svo að undirbúningi
handritaskrár, og kom fyrsta hefti hennar út 1918. Eftir að lokið var skrásetningu