Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Side 9
LANDSBOKASAFNIÐ 1953—1954
9
í þessari gjöf frúarinnar og mega Islendingar vera henni þakklátir fyrir þá hugulsemi
að láta ættland tónskáldsins njóta þessara minja um höfund lagsins við lofsönginn, sem
brátt varð þjóðsöngur Islendinga.
Á öðrum stað í þessu riti er birt grein um Sveinbjörn Sveinbjörnsson ásamt skrá
þeirri um tónverk hans, sem frúin sendi safninu. Af skránni sést, að enn eru mörg tón-
verk Sveinbjörns óútgefin og lítt kunn. Gefst nú áhugamönnum í tónlist tækifæri til að
kynna þjóðinni verk hans í heild.
Hér fer á eftir stutt greinargerð um aðrar handritagjafir, sem borizt hafa Landsbóka-
safninu eftir að síðasta Árbók var prentuð, og eru gefendur taldir í stafrófsröð:
Agnar Kl. Jónsson, sendiherra í London: Niðjatal Jóns Borgfirðings.
Ásmundur Guðmundsson, biskup, Reykjavík: Prédikanir og tækifærisræður séra
Guðmundar Helgasonar frá Reykholti, föður gefanda, og Sálmasafn eftir síra Stefán
Thorarensen að Kálfatjörn. Biskupinn hefir einnig afhent mikið safn handrita úr dán-
arbúi föðurbróður síns, síra Magnúsar Helgasonar skólastjóra. Er þar bréfasafn hans,
ræður, fyrirlestrar, dagbækur og ýms önnur plögg úr fórum þessa merka manns. Gjöf-
inni fylgir skrifpúlt síra Magnúsar og fleiri minjar.
Asmundur Jónsson, trésmíðameistari, Reykjavík: Vísnasamtíningur o. fl. úr fórum
Jóh. Ásgeirs Jónatanssonar Líndals frá Miðhópi, er fluttist vestur um haf.
Baldur Steinbach, Reykjavík: Ýmiss konar samtíningur úr fórum dr. Jóns Stefánsson-
ar, sendibréf, kvæði á ensku, frumort og þýdd, og margt fleira.
Bœjarstjórn Reykjavíkur: Ljósprentun af nokkrum blöðum úr Hauksbók í vandaðri
möppu. Frumeintak þessarar ljósprentunar gaf bæjarstjórnin Oslo-borg á 900 ára af-
mæli hennar.
Davíð Björnsson, bóksali, Winnipeg: Ferðasaga vestur á Kyrrahafsströnd sumarið
1950. Vélritað handrit með innlímdum myndum.
Eggert P. Briem, Reykjavík: Plögg af ýmsu tagi úr dánarbúi Skúla Árnasonar læknis,
þar á meðal gamalt Jónsbókarhandrit, sendibréf, ættfræðidrög, vísnatíningur og fleira.
Eggert Halldórsson, ísajirði: Kvæðasafn, skrifað af Halldóri Jónssyni í Miðdalsgröf.
Fin.nur Guðmundsson, dr., Reykjavík: Dagbókarbrot Sir Josephs Banks úr Islands-
ferð 1772 (fótostat).
Halldór Halldórsson, dósent, Reykjavík: Frumsamdar og þýddar ritgerðir eftir Torfa
Bjarnason í Ólafsdal.
Dánarbá síra Halldórs Jónssonar á Reynivöllum: Prédikanir og tækifærisræður síra
Halldórs.
Hólmgeir Þorsteinsson jrá Grund í Eyjajirði: Kvæðatiningur, sendibréf og ýmislegt
fleira úr Eyjafirði. Merkast í þessari gjöf er eiginhandarrit Jónasar Hallgrímssonar að
erfiljóðum hans um Bjarna Thorarensen skáld.
Ingibjörg Jónasdóttir, jrú, Reykjavík: Prédikanir, tækifærisræður og sendibréfasafn,
er maður gefanda, síra Sveinn Guðmundsson, lét eftir sig.
James Whittaker, London: Eiginhandarrit að ferðabók J. Barrow’s: A visit to Ice-
land . . in the summer of 1834. Sami maður hefir gefið tuttugu eftirmyndir lögreglu