Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Page 10
10
LANDSBOKASAFNIÐ 1953—1954
og dómskjala í brezkum söfnum varðandi Jörgen Jörgensen (Jörund hundadagakóng)
og mjög vandaða faksimilútgáfu af erfðaskrá Shakespeares.
Jóhann Sveinsson frá Flögu. úr dánarbúi hróður síns, Braga Sveinssonar: Athuganir
um ættir og fleira. Safnið keypti einnig nokkur handrit úr dánarbúi sama manns.
Jódís Sigurðsson, Winnipeg: Sögur og leikrit, er hún sjálf hefir samið og ritað.
Jónas B. Bjarnason jrá Litladal: Ritgerðir ýmsar með hendi Jóns Bjarnasonar í Þór-
ormstungu 1858.
Júlíana Sveinsdóttir, listmálari, Kaupmannahöjn: Safn rita um Ingólf Arnarson land-
námsmann, mikil hók vélrituð, sem faðir hennar, Sveinn Jónsson trésmíðameistari,
hafði tekið saraan og ánafnað Landsbókasafninu eftir sinn dag.
Dánarbú síra Kristins Daníelssonar: Mikið og merkilegt safn sendibréfa frá ýmsum
þjóðkunnum mönnum til síra Kristins og til föður hans, síra Daníels Halldórssonar,
ásamt ýmsum plöggum varðandi þá feðga og fleiri. Safn þetta er nýlega komið og ekki
skrásett né kannað að fullu.
Kristján Björnsson, Steinum í Stafholtstungum: Ættartala Guðna Jónssonar og Hild-
ar Einarsdóttur, eftir Olaf Snókdalín.
Magnús Halldórsson, Síðumúlaveggjum: Gömul kvæði og fleira, með hendi Halldórs
Pálssonar.
Magnús Jónsson, prójessor, Reykjavík: Samkeppnisritgerð um prófessorsembætti í
guðfræði 1917 ásamt fleiri ritgerðum eftir gefanda.
Magnús Thorlacius Grönvold, Oslo: Leikritsbrot eftir Gísla Brynjólfsson: Kong Ingj-
alds död.
Maren Pétursdóttir, jrú, Reykjavík: Andvökur Stephans G. Stephanssonar, I—V,
með árituðum ýmsum athugasemdum og skýringum við kvæðin, er höfundur hefir skrif-
að með eigin hendi í eintakið. Gaf frú Maren Landsbókasafninu þennan góða grip í
tilefni af hundrað ára afmæli Stephans G. Stephanssonar, en hann hafði á sínum tíma
gefið eintakið manni hennar, Baldri Svæinssyni ritstjóra.
Ólajur Ólajsson, kaupmaður, Reykjavík: Fundabækur Dýraverndunarfélags íslands
frá stofndegi 13. júlí 1914 til 14. sept. 1937.
Olafur og Steján. Halldórssynir, Revkjavík: Kvæðasyrpa föður þeirra, Halldórs Hall-
dórssonar í Hafnanesi.
Ólöf Björnsdóttir, jrú, Reykjavík: Samtíningur af ýmsu tagi, að mestu úr fórum
Björns Gunnlaugssonar kennara og Jóns Sigurðssonar forseta.
Charles Venn Pilcher, biskup í Sydney: Píslargrátur Jóns Arasonar og Líknarbraut
í enskri þýðingu eftir gefandann.
Skúli Bjarnason, póstmaður, Reykjavík: Mikið safn handrita, er faðir gefandans,
Bjarni Jónsson, kennari, lét eftir sig: ritgerðir, fyrirlestrar, kvæði og sálmar, þýðingar,
sendibréf og fleira.
Steinar Bjarnason, Dvergasteini á Seltjarnarnesi: Ljóðasyrpa eftir Matthías Jochums-
son í eiginhandarriti skáldsins. Handritinu fylgir greinargerð Steingríms J. Þorsteins-
sonar prófessors um feril þess.