Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Qupperneq 15
GUÐBRANDUR JÓNSSON PRÓFESSOR
bókavörður við Landsbókasafnið
andaSist í Landsspítalanum í Reykjavík 5. júlí 1953, 65 ára að aldri.
Hann var fæddur í Kaupmannahöfn 30. september 1888. Foreldrar hans voru dr. Jón
Þorkelsson, síðar þjóðskjalavörður, og fyrri kona hans, Karolína Jónsdóttir, ættuð úr
Eyjafirði. Guðbrandur stundaði um hríð nám í lærða skólanum í Reykjavík, en síðar
í ýmsum kaþólskum menntastofnunum erlendis. Hann lagði einkum stund á kirkjuforn-
fræði og kirkjusögu ásamt almennri menningarsögu. Hann dvaldi langdvölum erlendis
framan af ævi, fékkst m. a. við uppskriftir fornra skjala í söfnum í Kaupmannahöfn
fyrir Þjóðskjalasafn og Landsbókasafn, en í þrettán ár var hann starfsmaður í þýzka
utanríkisráðuneytinu. Eftir heimkomuna fékkst hann við margs konar störf, einkum
blaðamennsku, þýðingar og ritstörf. Hann var tungumálamaður mikill, var löggiltur
dómtúlkur í norðurlandamálum, þýzku og frönsku. Hann var um eitt skeið aðstoðar-
maður í Þjóðskjalasafninu, en árið 1943 varð hann aðstoðarbókavörður við Lands-
bókasafnið og gegndi því starfi til dauðadags.
Guðbrandur kvæntist erlendis þýzkri konu, Olgu Elizabeth, er lifir mann sinn. Ann-
aðist hún heimili þeirra með ráðdeild og dugnaði.
Guðbrandur var vel máli farinn og mikilvirkur rithöfundur, enda liggja eftir hann
margar bækur auk fjölda greina og ritgerða í blöðum og tímaritum, innlendum og er-
lendum. Helztu bækur hans eru þessar: Dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal (1929), Mold-
in kallar og aðrar sögur (1932), Borgin eilíja og aðrar ferðaminningar (1932), Frjálsl
verkafólk á íslandi fram til siðaskipta og kjör þess (1934), Gyðingurinn gangandi og