Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Page 123
SVEINBJÖRN SVEINBJÖRNSSON TÓNSKÁLD
123
Frú Sveinbjurnsson 1927
Sveinbjörn Sveinbjörnsson 1927
fræði. Tónsmíðar Reineckes eru í anda Mendelssohns, sem var fyrirrennari hans við
hljómsveitina og skólann og hafði stofnað hvort tveggja. Er rétt að hafa þetta í huga, því
að tónsmíðar Sveinbjarnar eru af sama skóla.
Nokkru áður var norska tónskáldið Grieg nemandi Reineckes í skólanum. Reinecke
var reyndar einn af mörgum kennurum Griegs, því að auk þess lærði Grieg hjá píanó-
snillingnum Moscheles og tónfræðingnum fræga Moritz Hauptmann. Klessan í fúgunni
frá skólaárum hans, sem ljósprentuð er í sumum ævisögum Griegs, er tóbaksdropi úr
nefi Hauptmanns. I ýtarlegri grein um Sveinbjörn Sveinbjörnsson í Tímariti Þjóð-
ræknisfélags Islendinga eftir ritstjórann, Gísla Jónsson, sem rituð er í tilefni af aldar-
afmæli hans 1947, er minnzt á nám Sveinbjarnar þannig: „Var yfirkennari skólans, Carl
Reinecke, einkakennari hans. Reinecke var merkur tónlistarmaður og strangur kennari;
því var það, að Grieg lenti í ónáð hans fyrir útúrdúra við námið og aðfinnslur við skól-
ann. En það var löngu áður.“ Á þetta er reyndar minnzt mörgum orðum í hinni þýzku
ævisögu Griegs eftir Stein, en það einkenndi hann bæði sem nemanda og tónskáld, að
hann fór sínar leiðir.
Gísfi Jónsson ritstjóri og Sveinbjörn voru vinir og heimagangar hvor hjá öðrum i
Winnipeg. Þess vegna er margt að græða á grein hans, ekki sízt um manninn sjálfan og
hans einkahagi og hefi ég stuðzt við hana að því er æviatriðin snertir. Ég leyfi mér að