Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Side 124

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Side 124
124 BALDUR ANDRÉSSON taka upp úr grein hans skemmtilega frásögn um það, hvernig Sveinbjörn festi sér konu: „Oft heyrir maður talað um „ást við fyrstu sýn“. En Sveinbjörn steig þar feti framar. Vorið 1889 var hann eitt sinn staddur hjá vinafólki sínu, skozku, og barst þá í tal sumar- frí. Segir frúin á heimilinu, að þau séu að hugsa um skemmtiferð til fjarða Noregs, og býður honum að slást í förina með þeim. A stofuborðinu var ný mynd af ungri blóma- rós, er hann hafði eigi áður séð. Hann spyr, hver þessi stúlka sé, og segir frúin, að þetta sé systurdóttir sín, og búi hún með móður sinni og systkinum úti í Pertshire. Svarar hann þá: „Ef þér stendur á sama, frú mín góð, þá vildi ég heldur fá kynningarbréf til systur þinnar og frændfólks, en fara með ykkur til Noregs.“ Var það auðfengið, og kom hann harðtrúlofaður til baka úr því sumarorlofi. Stúlkan hét Eleanor Christie, dóttir John Christie, M.A., vel menntaðs lögfræðings, frá Banff, er þá var látinn, og Williamina Paterson frá Aberdeen, konu hans. Eleanor var vel menntuð og glæsileg og stóð á tví- tugu (f. 1870); en Sveinbjörn var þá vel yfir fertugt. Þau giftust á næsta ári (1890) og reistu bú í Edinborg. Þar bjuggu þau samfleytt 29 ár, eða til þess tíma, að þau fluttu með börnum sínum hingað til Winnipeg um haustið 1919. Á næstu tveimur árum, eftir að þau giftust, eignuðust þau tvö börn, dreng og stúlku. Drengurinn, Þórður John Wilhelm, var fæddur 2. apríl 1891 og dóttirin, Helen McLeod, 3. desember 1892. Þórður útskrifaðist frá háskóla Edinborgar í læknisfræði vorið 1914. Hann vann sem læknir, með kapteins nafnbót, í tvö ár í heimsstyrjöldinni 1914—1918, oft við fremstu víglínu, og bilaði þá heilsa hans í þeirri ofraun. Síðar stundaði hann lækningar víðsvegar í Vestur-Canada um nokkur ár. Hann er listfengur mjög, leikur vel á píanó og málar; er ókvæntur og þykir nokkuð einrænn. Helen útskrifaðist frá Lista- skólanum í Edinborg í fögrum listum og tók kennarapróf árið 1915. Er hún fríð sýnum, listræn mjög og vel skáldmælt. Hún kenndi dráttlist í Skotlandi um tíma og síðar í Can- ada. Árið 1921 giftist hún Ralph Ernest Alwyn Lloyd, liðsforingja úr stríðinu. Hann er fyrir skemmstu látinn. Þau Helen og Ralph Lloyd eignuðust fjögur börn. Fyrsta barnið, Benjamín Bertie Sveinbjörn, dó innan árs frá fæðingu. Næstur var Francis Charles Sveinbjörn, fæddur 1923, þá Eleanor, fædd 1924; yngstur er Jón Edric Shenstone McLean, fæddur 1926. Báðir gengu drengirnir í herinn og komu heilir á húfi til baka úr síðustu styrjöld. Sveinbjörn hinn yngri kom heim kvæntur skozkri stúlku, og hefir nú nýskeð eignast dóttur; svo gamla konan er nú orðin langamma. Er hún komin hátt á áttræðisaldur og ber ellina vel. 011 fjölskyldan býr vestur í Alberta-fylki, ekki langt frá Calgary-borg.“ Þrisvar fór Sveinbjörn til Vesturheims. Fyrsta ferðin var gerð í sept. 1911. Hélt hann þá til hjá séra Jóni Bjarnasyni í Winnipeg og frænku sinni, frú Láru, konu hans. Hann hélt fyrirlestra um norræn þjóðlög og hélt hljómleika, bæði í Winnipeg og út um byggð- ir Islandinga. Um vorið 1912 hélt hann aftur yfir hafið til Skotlands, eftir að landar hans höfðu haldið honum veglegt skilnaðarsamsæti og leyst hann út með gjöfum. Þeir gáfu honum til minja gervipíanó úr skíru silfri, með viðeigandi áletrun og allstórri gull- fúlgu undir lokinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.