Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Side 125
125
SVEINBJÖRN SVEINBJÖRNSSON TÓNSKÁLD
Ari síðar kom hann enn vestur um haf, en hafði þá skamma viðdvöl. Seint á sumri
1919 tók hann sig upp með fjölskyldu og fluttist til Winnipeg og var ætlun hans að
setjast þar að fyrir fullt og allt. Hann var þá farinn að þreytast á kennslustörfunum,
enda orðinn aldraður maður, 72 ára gamall. Hann hafði og misst mest allar eigur
sínar. Róðurinn var honum orðinn þungur í Skotlandi. Vestur-íslendingar reyndust
honum vel í ellinni og styrktu hann fjárhagslega. Það var og þeim að þakka, að íslenzka
ríkið veitti honum ríflegan lífeyri til æviloka. Hann fluttist þá búferlum til Reykja-
víkur haustið 1922. Er hann mér minnisstæður frá þeim tíma: virðulegur og göfug-
mannlegur öldungur, ern og fjörmikill. Hélt hann áfram að semja lög og æfði stúdenta-
kórinn. Ég kynntist honum því miður ekki persónulega, utan þess, að atvikin réðu
því einu sinni, að við drukkum saman kaffi í kaffihúsi. Ég spurði hann um Leipzig
og nám hans þar. Hann bar því þá við, að minnið væri farið að bila. Ég spurði hann,
hvort Reinecke hefði einnig kennt honum hljómfræði og kontrapunkt. Hann svaraði
því. að þetta hefði hann mest lært af sjálfsdáðum. Hann kvaðst hafa lært tvær bækur í
þessum efnum, sem hann nefndi, og leyst verkefnin í þeim, og bætti síðan við: „Sá,
sem hefir lesið þær og skilið, kann mikið.“ Þetta bendir til þess, að Sveinbjörn hafi
ekki látið sér nægja þá þekkingu, sem hann hafði fengið í Kaupmannahöfn og Leipzig,
heldur haldið áfram námi upp á eigin spýtur. Tónsmíðar hans bera þess vitni, að ekki
hefir þetta verið neiini yfirborðslestur, því að, eins og Holger Wiehe, sem eitt sinn var
danskur sendikennari hér í Reykjavík, segir í bók sinni um íslenzka tónlist, þá hefir
kunnátta Sveinhjarnar verið mikil. Hann tekur til orða á þessa leið: „Han har sin
Teknik i Orden.“
Sveinhjörn hefir ekki kunnað allskostar vel við sig í Reykjavík, því hann fór til
Kaupmannahafnar árið 1923 og bjó þar til æviloka. Og svo var það einn dag, 23. febr.
1927, er hann að vanda sat og lék á hljóðfærið, að það heyrðist þagna snögglega. Þeg-
ar að var komið, var hann örendur. Er það sönnu næst, að hvorki hann sjálfur né aðrir
hefðu óskað honum betri dauðdaga en einmitt við hljóðfærið, þar sem hann hafði setið
lengst og unað sér bezt.
Voru jarðneskar leifar hans fluttar hingað til Reykjavíkur og jarðsettar með mikilli
viðhöfn að viðstöddu fjölmenni.
Þá vil ég fara nokkrum orðum um tónsmíðar hans. Skoðun mína byggi ég vitanlega
á þeim hluta þeirra, sem ég þekki, en það eru sönglögin, sem hann samdi við íslenzk
kvæði, nokkur fiðluverk og píanótónsmíðar. Ennfremur nokkur sönglög við enska
texta. Hljómsveitarverkin þekki ég ekki.
Eins og áður er tekið fram, þá samdi Sveinbjörn lagið við lofsönginn „0, guð vors
lands“ 27 ára gamall að beiðni Matthíasar. Sveinbjörn var tregur til og mun hafa van-
treyst sjálfum sér til að ná því flugi, sem er í kvæðinu. Hann gerði samt tilraun, sem
tókst svo sem kunnugt er. Þjóðin hefir ósjálfrátt gert lagið og kvæðið að þjóðsöng sín-
um. Það svnir bezt, hversu sterkan hljómgrunn það hefir fundið í hjörtum okkar íslend-
inga.