Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Side 131
S Y E I N B J Ö R N SVEINBJ ÖRNSSON TÓNSKÁLD
131
ílelen Sveinbjörnsson
Þórður Sveinbjörnsson
tóntegundum, þ. e. í gömlu kirkjutóntegundunum. Sveinbjörn raddsetur að vísu lagið
„0, mín flaskan fríða“ í sinni upphaflegu lydisku tóntegund. Sjálfsagt mætti segja, að
sum hin þjóðlögin í bókinni séu frá nítjándu öldinni, og upphaflega í dúr eða moll. En
því er ekki að leyna, að gömlu kirkjutóntegundirnar eiga engin ítök í þeim Sveinbirni
og Sigfúsi, þótt þeir geti brugðið þeim fyrir sig, og þó bregzt Sigfúsi bogalistin í „ísland
farsælda frón“, sem birt er í Islenzku söngvasafni. Þar er lagið prentað með engu for-
teikni eins og um lydiska tóntegund sé að ræða, en í raddsetningunni verður f-dúr úr
öllu saman.
Það er ekki fyrr en Jón Leifs gefur út í Berlín árið 1923 Islenzk þjóðlög, rímnalög í
raddsetningu hans, að þeim eru gerð skil, að því er snertir sérkennileik þeirra og eðli.
Eg læt nú útrætt um þjóðlögin, en vil minnast nánar á tónskáldið. Því hefir verið
haldið fram, að Sveinbjörn hafi orðið fyrir brezkum áhrifum í tónlist sinni, sem hafi
verið miður holl. Ég minnist þess, að Sigfús Einarsson hélt þessu fram í grein í dönsku
músíktímariti. Hann rökstuddi þetta þannig, að það væri brezkum áhrifum að kenna,
að laglínan væri oft grönn og þróttlítil, einkum þar sem um enska texta væri að ræða.
Eg man, að Sveinbjörn reiddist þessum unnnælum vinar síns og benti á það í svargrein,
að erlendir tónlistargagnrýnendur hefðu talið sönglögum hans til gildis, að í þeim væri
norrænn kraftur. Síðan taldi Sveinbjörn upp nokkur sönglög sín, sem eru þróttmikil.