Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Side 141
LATNESK ÞÝÐING EFTIR ÁRNA MAGNÚSSON ?
141
11. úþveri — tumor
12. syngja — legere
13. kveðja — alloquor
14. kvikurnar — lupulus
15. sút — morbus
16. opin — supinus
scabies
legere (notað einu sinni)
compellare, dicere
lupulus
morbum
supina
Það sést af skrá þessari, að öll orðin á listanum nema þrjú eru endurtekin í 1201,
annaðhvort nákvæmlega eins eða í annarri mynd af sama stofni. Af hinum þremur eru
tvö mjög algeng orð, 5. og 13., og auk þess er fjöldi orða sömu merkingar til í latínu;
þriðja orðið, nr. 11, er þýtt nákvæmara í 1201 en hjá Árna á seðlinum. Sérstaklega
athyglisvert er samræmið milli 1201 og listans í tveimur merkingunum í höjugt (nr. 2,
61 og í notkun orðsins lupulus (nr. 14), sem er látið þýða kvikuniar: þetta er misskiln-
ingur. því að við ölgerð er humall (lupulus) ekki notaður til gerjunar.1 Það er engum
vafa bundið, að sá, sem þýddi Jóns sögu á latínu, hafði hliðsjón af þessum orðalista.
Við vitum, að listinn er eftir Árna og að hann hefur þýtt söguna einhvern tíma fyrir
1696: það virðist eðlilegt að álykta, að textinn í 1201 sé afskrift af þýðingu hans. Að
þýðingin fylgir listanum yfirleitt nákvæmlega, en þó ekki alveg breytingalaust, mælir
heldur með en á móti þessari niðurstöðu.
Tímaákvörðun á þýðingunni, almennar athuganir varðandi tímabilið og kringum-
stæður, ýmislegt í sjálfum textanum, bendir allt til þess, að þýðingin á Jóns sögu helga
varðveitt í handritinu Ny kgl. sml. 1201 fol. sé verk Árna Magnússonar. Þýðingin er
einskis verð fyrir textarannsóknir á Jóns sögu, en getur ætíð orðið nútíma þýðanda að
liði. Og það væri sannarlega ekki óskemmtilegt að geta bætt þýðingu þessari með nokkr-
um rökum við hina stuttu skrá rita Árna Magnússonar.2
1) Sbr. t. d. Iðnsögu íslands, 1943, II 101. — 2) Þetta virðist hafa verið skoðun Guðbrands Vigfús-
sonar; hann skrifar, Bpas. I bls. XXXVII: „Árni Magnússon hefir búið til latínska þýðingu Jónssögu
eftir þessari bók (þ. e. AM 234 fol.), og finnst sú þýðing í safni hans —Má vera, að hann eigi hér
við handrit nr. 1201, þótt það sé í Konungsbókhlöðu en ekki Árnasafni.