Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Page 144

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Page 144
144 ÞORHALLUR ÞORGILSSON Khöfn 1555, í fyrsta og, að þvi er virðist, einasta sinn, því að hún hvarf fljótt í gleymsku eftir það að aðrar snjallari þýðingar urðu kunnar. Sálmur þessi er nr. 8 í Psalmaquer- inu og er átta erindi. Upphafið: Látum oss líkamann grafa .. . bendir ótvírætt til þess, að fyrirmyndin hafi verið hin danska eða þýzka stæling á sálmi Prúdentíusar. Dr. Páll Eggert Ólason nefnir hann að vísu í riti sinu um „Upptök sálma . . .“ sem þýðingu á þýzkum sálmi (frumortum af Michael Weisse ), en án nokk- urra tengsla við sálm Prúdentíusar, og er það að vonum, svo léleg sem þýðingin er. Síðan birtist aukin og endurbætt þýðing Marteins biskups (eða Þórðar sonar hans, eftir því sem sumir ætla) í sálmabók Guðbrands Þorlákssonar, Hólum 1589, bl. ccxx. Þar er ýmsu vikið við, strax í upphafinu : Nú látum oss likamann grafa . . . og verður að telja, að hér sé um sjálfstæða þýðingu að ræða, hver sem hana hefur af hendi leyst, enda aukiö við einu erindi, sem sumir ætla, að Lúther hafi ort upphaflega; annars er þýöingin að sögn Páls Eggerts Ólasonar „nokkuð gölluð að rími, og stendui þar að baki þýðingu Marteins byskups, sem er rétt ort“. í þessari mynd hélzt sálmurinn lengi í sálmabókarútgáfum og í öllum gröllurum frá 1691, með nótum. Hann er og prent- aður, í tvennu lagi, í Dominicale og handbók presta, Hólum 1706, á undan og eftir h'k- prédikun, og svo fyrir mælt, að sálmurinn skuli sunginn „á meðan menn fylla gröfina“. Þannig endurprentaður, en í heilu lagi (8 erindil, er hann í Dominicale, Hólum 1750, bl. T 7 verso — T 8 verso. í sálmabók Guðbrands biskups, Hólum 1589, eru ennfremur tvær nýjar þýðingar hins fræga sálms. Vísast um þær í nánari atriðum til áðurnefndrar bókar eftir dr. Pál Eggert Ólason (bls. 192—3 o. v.). Um þýðendurna er ekkert vitað, og væri þó fengur að því að vita, hver væri höfundur fyrri þýðingarinnar, þeirrar sem hefst á bl. ccxx og bvrj- ar á orðunum: Hér bið ég linni hryggð og kvein . . . en um hana segir dr. Páll Eggert, að hún sé „nákvæm, erindi til erindis . . . furðusnjöll og lítt gölluð að rími“ (Uppt. bls. 192). Víst er um það, að hér er um verulega þýðingu að ræða og að líkindum beint úr latínu. Hér er þýðing allra þeirra tíu erinda, sem frá upphafi voru í útdrættinum, og fer hér á eftir bæði latneski og íslenzki textinn, til glöggvunar fyrir þá, sem nenna að gera á þeim samanburð (stafsetning er samræmd í íslenzka textanum): Jam maesta qniesce querela lacrimas suspendite, matres: nullus sua pignora plangat, mors haec reparatio vitae est. 1. Hér bið ég linni hryggð og kvein, harmi ei lengur móðir nein börn sín, því dauðans dapra mein til dýrðar h'fsins leið er ein.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.