Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Side 8

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Side 8
8 LANDSBÓKASAFNIÐ 1965 Handritadeild Af verkefnum, sem unnið var að í handritadeild safnsins, skal að þessu sinni einkum nefna Skrá um aldur liandrita í Lands- hókasajni íslands, er þeir Lárus H. Blöndal og Grímur M. Helgason sömdu. Skráin tekur til handrita frá elztu tíS til 1800, 3582 handrita alls. Skrá þessi verSur síSar væntanlega birt eða a. m. k. skýrt frá helztu niðurstöðum hennar. Landsbókasafn átti í árslok 1965 alls 11832 handritabindi, og höfðu safninu bætzt á árinu 136 bindi. Fáein handrit voru keypt, en miklu fleiri gefin, og skal nú getið nokkurra: MenntamálaráSuneytið ákvað á árinu að festa kaup á öllum handritum Björgvins Guðmundssonar tónskálds og fela Landsbókasafni varðveizlu þeirra. Frú Hólmfríður GuSmundsson, ekkja Björgvins, afhenti síðan handritin 23. júní. Frá þessum góða feng er nánara skýrt síðar í Árbókinni í skrá um handrit Björgvins GuSmundssonar og grein um hann eftir Jón Þórarinsson tónskáld. Sr. Benjamín Kristjánsson gaf m. a. sagnaþætti ýmsa eftir Gísla KonráSsson og kvæði eftir sr. Friðrik FriSriksson, en hann hafði eignazt þetta hvort tveggja á ferð- um sínum um íslendingabyggðir vestan hafs. Sr. Benjamín færði safninu jafnframt frá frú Steinunni Inge í Foam Lake, Saskatchewan, 41 bréf Stephans G. Stephans- sonar til Jakobs J. Norman í Wynyard, bróður Steinunnar, auk tveggja minjagripa úr eigu Jakobs. DavíS Björnsson, bóksali í Winnipeg, hefur á þessu og fyrra ári enn sent Lands- bókasafni handrit í safn sitt til viðbótar þeim, er áður voru komin. Jóhann Gunnar Olafsson, bæjarfógeti á IsafirSi, gaf „Rímur af Þorsteini Aust- fyrðing kveðnar af R. Magnússyni árið 1883 Kyrkjubóli Laugadal“. Frú Ragnhildur Líndal Wiese gaf Rímur af Þjalar-Jóni eftir föðurafa sinn, Benedikt Einarsson í Hnausakoti, og með hendi hans. Gjöf þessari fylgdu og fáein gögn föður hennar, Hjartar Líndals, hreppstjóra að Efra-Núpi í Miðfirði. Frú Anna Eiríkss gaf bréfasafn Halldórs Daníelssonar hæstaréttardómara, ennfrem- ur sendibréf til Halldórs Kr. FriSrikssonar yfirkennara. SitthvaS fleira fylgdi gjöf hennar, svo sem Póesíbók fröken Thoru Friðriksson og ættjarðarljóð eftir Gest Páls- son með hendi hans sjálfs, áður óbirt, að því er ætla má. Haraldur SigurSsson bókavörður gaf tvö bréf frá Steini Steinarr til gefanda. í dánargjöf Gunnars H. Róbertssonar, er áður getur, var mikill fjöldi handrita. KveSur þar mest að leikritum, er Gunnar hafSi ýmist frumsamið, þýtt eða hann unnið úr kunnum skáldverkum. AS auki eru nokkur kvikmyndahandrit, ritgerðir, blaðagreinar, fyrirlestrar o. fl. Loks er bréfasafn Gunnars og þar hjá m. a. samningar, er varða leikstjórn hans og höfundarrétt á ritum Jóhanns Sigurjónssonar. Er þess þá og að minnast, að Gunnar hafSi áður gefiS Landsbókasafni handrit Jóhanns Sigurjónssonar og fleiri góðar gjafir. Frú Heba Geirsdóttir gaf hingað bréf og ýmis önnur gögn úr dánarbúi manns síns, prófessors Alexanders Jóhannessonar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.