Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Qupperneq 87
VÖLUSPÁ KONUNGSBÓKAR
87
7) Afdrif trölla í þjóStrúnni.
8) ViSskipti trölla og manna.
Nú datt mér í hug að skoSa Völuspá frá þessu sjónarmiSi betur en ég hafSi áSur
gert. Þarf engan aS undra, þótt hún stæSist gagnrýni. Efnisskipun öll er meistaraverk.
EfniS er, eins og allir vita, saga heimsins, örlög guSa og manna. Þessa löngu sögu
segir skáldiS í liSlega sextugri drápu. Hann þjappar heimssögunni í kjarna, eins konar
hlekki, sem mynda órofna festi. Sýnt er, aS skáldiS hefur hugsaS sér fyrir fram aS
xjalla um hvert atriSi í tveim vísum, nema efni heimtaSi annaS. Þetta sést á því, aS
efnislega skiptist Völuspá aS meiri hluta í vísnatvenndir. Og þar sem út af bregSur,
er greinileg tilhneiging til tvennda innan stærri efnisheilda.
Eftir efni má skipa vísum Völuspár í
14 tvenndir ....................................... 28 vísur
4 þrenningar ..................................... 12 —
2 ferundir ....................................... 8 —
1 áttund........................................... 8 —
3 stakar vísur................................... 3 —
og þriSja stef endurtekiS...................... 2 —
24 aSalatriSi 61 vísa
í öllum efnisheildum, sem eru stærri en tvær vísur, eru innbyrSis — eSa má greina
— vísnatvenndir. Þess ber þó aS gæta, aS vísur kvæSisins eru ekki allar jafnlangar.
Sautján þeirra eru óreglulegar aS lengd. Hin stytzta er 4 vísuorS, en hin lengsta 14
vísuorS. Efni bendir til, aS svo hafi veriS frá upphafi.
Mun ég nú leyfa mér aS birta hér efnisyfirlit Völuspár, eins og þaS kemur mér
fyrir sjónir, þótt ég rökstySji þaS ekki fyrr en á eftir. MiSaS er viS texta Konungs-
bókar Sæmundar-Eddu. í þeirri bók er Völuspá 516 vísuorS, sem jafngilda 64 vísum
jafnlöngum og hálfri betur.
EFNISSKIPUN VÖLUSPÁK I
1) 1-2: Inngangur, ávarp og greinargerS.
2) 3-4: Sköpun jarðar.
3) 5-6: Ganga himintungla.
4) 7-8: Gullöld ása.
5) 9-16: Dvergaþáltur, sköpun dverga (9-10), vinnusveit dverga (11-12), hersveit
dverga (13-16).
6) 17-18: Sköpun mannsins.
7) 19-20: Heimsmyndin.
8) 21-22: Freistari ása.
9) 23-24: Vanastyrjöldin.