Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Side 90
VÖLUSPÁ KONUNGSBÓKAR
90
hdr. meins vara („saa feilagtig afdelt“, Bugge); varð á (5. vo. 39. v.), hdr. var þá;
enn gall þ (3. vo. 44. v.), hdr. en galla.
5) í Konungsbók er vísnaskipting sýnd með slórum upphafsstaf. Frávik, sem ég
hef leyft mér og tel sjálfsögð, eru þessi: a) 15. og 16. vísa hér eru ekki greindar
sundur í Konungsbók (Hins vegar eru þær greindar sundur í Hb.). b) 17. og 18. vísa
hér eru hafðar mislangar í Konungsbók eða 12 —(— 4 vísuorð (svo einnig í Hb.). c)
20. vísa hér er skilin sundur milli 8. og 9. vísuorðs í Konungsbók (svo einnig í Hb.).
d) 21. vísa hér er skilin sundur milli 6. og 7. vísuorðs í Konungsbók (er hins vegar
ein vísa í Hb.). e) 32. vísa a og fyrri hluti 33. vísu hér eru saman í Konungsbók
(vantar í Hb.). Af því leiðir, að síðari hluti 33. vísu og 32. vísa b eru einnig saman
í handriti. -— Breytingar, sem getið er í b- og e-lið, hafa engin áhrif á vísnafjölda
Völuspár. Breytingar a-, c- og d-liðar (a og d í samræmi við Hh.) valda því hins vegar,
að kvæðið verður hér 61 vísa, en telst í Konungsbók 62 vísur.
1. ATRIÐI, 1. OG 2. VÍSA:
INNGANGUR
Ávarp og greinargerS.
1. Hljóðs bið ek allar
helgar kindir,
meiri ok minni
mpgu Heimdallar.
Viltu, at ek, Valfpðr,
vel fyr telja
forn spjpll fira,
þau es fremst of man.
2. Ek man jptna
ár of borna,
þá es forðum mik
fœdda hpfðu.
Níu man ek heima,
níu í víði,
mjptvið mæran
fyr mold neðan.
Níu man ek heima (2. v.). Sbr. Vafþr. 43: Níu kom ek heima jyr Nijlhel neðan.
níu í víði. Völuspá Konungsbókar gerir ráð fyrir, að jörðin sé gerð úr líkama Ymis.
Ymir virðist hafa legið í hlóði sínu um hrið, eflir að æsir drápu hann, en áður en
þeir „bjpðum of yppðu“ (4. v.). Völvan man þetta stig sköpunarinnar: níu heima
í sjó. Um þá er annars ekkert vitað, því að æsir „Miðgarð mæran skópu“ (4. v.), þ. e.
mótuðu og löguðu, eftir að jörð reis úr sæ (Sbr. sjö heima Alvíssmála.).
Sé hér rétt til getið, man völvan — auk upphafs lífsins (jotna ár oj borna) —
fyrstu stig jarðsögunnar: 1) áður en jörð var til (Níu man ek heima), 2) meðan
efniviður jarðar lá í sjó (aðra níu í víði), 3) þegar jörð var nýrisin úr sæ (mjolvið
mœran jyr mold neðan). Völvan man m. ö. o. undirheima, jörð í sjó og jörð ofan
sj ávar.