Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Síða 96
96
VÖLUSPÁ KONUNGSBÓKAR
(7. v.)5 fara engar sögur, því að dvergar tóku við þeim störfum. Til þess gerðu höfð-
ingjar dverga „manlíkun mprg“ (10. v.), en man merkir þý eða þræl.
13. Fíli, Kíli,
Fundinn, Náli,
Hefti, Vili,
Hannarr, Svíurr,
Frár, Hornbori,
Frægr ok Lóni,
Aurvangr, Jari,
Eikinskj aldi,
14. — mál es dverga
í Dvalins liði
ljóna kindum
til Lofars telja, —
þeir es sóttu
frá salar steini
aurvanga sjpt
til Jpruvalla.
15. Þar vas Draupnir
ok Dolgþrasir,
Hór, Haugspori,
Hlévangr, Glói,
Skirfir, Virfir,
Skafiðr, Ái,
Alfr ok Yngvi,
Eikinskjaldi,
Fjalarr ok Frostri,
Finnr ok Ginnarr.
16. Þat mun uppi,
meðan pld lifir,
langniðja tal
Lofars hafat.
Þótt dyrgjur séu hvergi nefndar með fornum dvergum, hefur sumum dvergum verið
gefin sú náttúra að geta börn (Sbr. dœtr Dvalins, Fáfn. 13.). Hópur dverga í Dvalins
liði á ætt að telja til Lojars (14. v.). Þessir dvergar eru mannlegri en aðrir dvergar,
enda kynntir sérstaklega Ijóna kindum. Og svo miklu æðri eru þeir frændum sínum,
að langniðja tal Lofars mun uppi hafat, meðan old lifir (16. v.). Göfgin er slík, að
vart mun skýrð á annan veg en þann, að einhverjar ásynjur hafi lotið að litlu, eftir að
æsir tóku að afrækja þær, og ætt Lofars sé ávöxtur þeirra kynna (Sbr. Lojarr og
Lofn.). Nafn „dverga dróttins“ (9. v.): Mótsognir (10. v.), bendir beinlínis til, að
honum hafi —- öðrum þræði — verið ætlað að þjóna ásynjum.
þeir es sóttu aurvanga sjpt jrá salar steini til Jpruvalla (14. v.). Þessi orð eru í
beinu framhaldi af 13. vísu, ef frá er talinn fleygurinn, fyrri helmingur 14. vísu. Þau
skýra hlutverk hinna áskunnugu dverga, sem taldir eru í 13. vísu — og 15. vísu.
aurvanga sjot. aurvangar: iður jarðar (Sbr. dvergsheitið Aurvangr, 13. v.), sjot
(bústaður) í iðrum jarðar: dvergasteinn.
salar steinn, þ. e. steinn, sem í er salur, eða steinn, sem er bústaður: dvergasteinn.
Jpruvellir, vígvöllur (jara: orrusta).
Jari, Eikinskjaldi, Dolgþrasir og félagar þeirra héldu (sótlu, 14. v.) stein frá steini
(og söfnuðu liði) til bardaga. En við hverja? — Æsir munu hafa gert ráð fyrir, að
feður hinna fögru þursameyja vitjuðu dætra sinna. Þessum jötnum til höfuðs — og
háðungar — er settur her dverga. Af hernaði dverga fara þó engar sögur. Þess var ekki