Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Side 105
VÖLUSPÁ KONUNGSBÓKAR
105
Nú eru talðar Ngnnur Herjans. Um leið og þessi fleygur bregður þulublæ yfir
valkyrjuheitin og fjölgar þeim í vitundinni, minnir hann á önnur orð: Nú hefi ek
dverga rétt oj talða (12. v.). Ekki sakar samanburður: Valkyrjuheitin eru sex, og í
Völuspá eru sex tugir vísna fullir. En nákvæmnin er ekki söm, enda segir talðar ann-
ars vegar, en rétt of talða hins vegar.
Npnnur Herjans. Eflaust er með þessum hætti vikið að Baldri. Orlög hans eru
á næsta leiti.
12. atriði, 31.-33. vísa:
DAUÐI BALDURS
31. Ek sá Baldri,
blóðgum tívur,
Óðins barni,
prl^g folgin.
Stóð of vaxinn,
— vpllu hæri, —
mjór ok mjpk fagr
mistilteinn.
32a. Varð af þeim meiði,
es mær sýndisk,
harmflaug hættlig,
— Hgðr nam skjóta,
33.---Baldrs bróðir vas
of borinn snimma,
sá nam ÓSins sonr
einnættr vega,
þó hann æva hendr
né hgfuð kembði,
áðr á bál of bar
Baldrs andskota,--
32b. en Frigg of grét
í Fensglum, —
vóð Valhallar.
Vituð ér enn eða hvat?
vpllu hœri (31. v.). Sagnorðið hœra getur þýtt s. s. afhœra: svipta hári (Sbr. liýða
— afliýða, hpjða = ajhpfða, lima — aflima.). Orðasambandið að liœra tún þýðir
að slá snöggt gras, einnig að hreinsa af túni. Menn hæ.ri vollu: uppræti illgresi,
þ. e. bölvaður sé mistilteinn.