Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Blaðsíða 106
106
V Ö L U S P Á KONUNGSBÓKAR
Þar sem mistilteinn er sníkjutré og vex því aðeins á öðrum trjám, bendir orða-
lagið vgllu hœri til þess, að skáldið hafi ekki þekkt þessa jurt af eigin raun. Til hins
sama bendir og, að hann kallar „viðarteinung“ meið, sem mcer sýndisk (Sbr.
Vsp. Nord.). í þriðja lagi er hæpið, að kunnugur maður hefði sagt: stóð of vaxinii
. .. mistilteinn. Sbr. „Ask veit ek standa“ (19. v.).
Varð af þeim meiði, es mœr sýndisk, hœttlig harmflaug v()ð Valhallar. Hoðr nam
skjóta, en Frigg of grét í Fensplum (32. v. a og h).
vpð. Skrifari Konungsbókar hefur fyrst skrifað uorþr, en síðan sett punkt undir
o og bæði r-in. Enginn punktur er undir u og enginn punktur undir þ. Ilins vegar
er skrifað a yfir -or-. Er því skylt að lesa uaþ.
harmflaug vpð Valhallar. vpð (ábreiða) Valhallar: skjöldur („Skjgldum es salr
þakiðr“, Grí. 9.), harmr skildi: vopn (Sbr. harmr Jónakrs bura: grjót, Yt. 26.),
flaug (flug) vopns: skot. — Um harm skildi (þgf.) sbr. níð ókvíðnum (52. v.)
og níðit fjpllum (61. v.).
Um fleyginn: Hpðr nam skjóta, .. . , en Frigg of grél í Fensolum — og orðin, sem
spanna hann, sbr. 6. vísu, 20. vísu og þriðja stef (42., 45. og 54. v.).
33. vísa „er bersýnilegur fleygur“ (S. N.). Með þessu óvænta stílbragði eykur
skáldið stórum hinn mikla hraða og flýti, sem felst í efni vísunnar: Hgðr nam skjóta
(32a) og var tafarlau'st tekinn af lífi (= 33), en Frigg of grét í Fensglum
(32b).
Athyglisvert er, að sagt er frá dauða Baldurs í þrem vísum. Um fall Óðins er fjall-
að í tveim vísum (50-51) og fall Þórs í einni vísu (52), reyndar langri. Ef til vill
hefur skáldið þannig viljað láta í ljós þá skoðun, að af kærleik, vitsmunum og líkams-
burðum væri kærleikurinn mestur.
13. atriði, 34. VÍSA:
HEGNING LOKA
34. Haft sá hón liggja
undir hvera lundi,
— lægjarn líki, —
Loka áþekkjan.
Þar sitr Sigyn
þeygi of sínum
ver vel glýjuð.
Vituð ér enn eða hvat?
Baldurs var hefnt án tafar með vígi Haðar. Samt sem áður var skarð fyrir skildi:
Fulltrúi hins góða var fallinn. Þess vegna var lífsnauðsyn að fjötra hið illa eða
fulltrúa þess og leita þannig jafnvægis. Og það var gert. Meðan fjötrarnir halda, get-
ur líf dafnað —• og ekki lengur. Loka hundnum má því helzt líkja við tímasprengju. En