Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Page 107
VÖLUSP Á KONUNGSBÓKAR
107
Loki var fóstbróðir Öðins og félagi ása. Því verða þessar ráðstafanir svo persónulegar
sem sagan segir: Loka er hegnt.
Hón sá haft, áþekkjan Loka, liggja undir hvera lundi, — lœgjarn líki.
liggja undir hvera lundi. hverr: ketill, lundr (trjáþyrping) katla: hrís, vöndur, lim,
lími. Orðtakið liggja undir líma (Sbr. leggjask undir líma: leggjast undir vöndinn,
láta hýða sig.) er einnig til í óbundnu máli og þýðir að þj ást (Sjá Halldór Halldórs-
son: ísl. orðtök, 36. bls.).
I fornu máli getur sagnorðið líkja þýtt s. s. líkja eftir (Sjá Fritzner: líkja 2.). lœ-
gjarn líki: hinn lævísi geri eins, þ. e. sjái Loka bundinn „liggja undir hvera lundi".
Völvan gerir ráð fyrir, að það yrði vondum mönnum hæfileg viðvörun — og þá um
leið eiðrofum eins og ásum. — Um fleyginn lœgjarn líki sbr. vollu hæri, 31. vísu.
14. atriði, 35.-37. vísa:
HEGNING VONDRA MANNA
Hinzla ferð þeirra (35. v.) og kvalastaður (36. og 37. v.).
35. 0 fellr austan
of eitrdala
sgxum ok sverðum.
Slíðr heitir sú.
Stóð fyr norðan
á Niðavpllum
salr ór golli
Sindra ættar,
en annarr stóð
á Ókólni,
bj órsalr j fituns,
en sá Brimir heitir.
eitrdalar. Engin örugg heimild er fyrir því, að eitr þýði í fornu máli ís eða ískalt
vatn, svo sem segir í mörgum fræðiritum. Skal hér aðeins bent á, að Guðbrandur Vig-
fússon getur þeirrar merkingar hvergi (Sjá Cleasby: eitr og samsetn. með því orði.).
I orðinu eitrdropar, sem fyrir kemur í 36. vísu, er eitr- vissulega notað í eiginlegri
merkingu. Er því eðlilegt að gera ráð fyrir hinu sama í 35. vísu. Að minni hyggju eru
eitrdalar torfær héruð, þar sem ferðamenn eiga við að etja — auk árinnar ægilegu -—
eitraðan gróður ýmiss konar, eiturgufur eða eitrað loft, sem algengt er í eldfjallalönd-
um, og eiturkvikindi skríðandi og fljúgandi.
á Ókólni: á stað, þar sem aldrei kólnar, þ. e. fyrir sunnan. Sbr. fyr norSan (5.
vo.).
Myndin, sem brugðið er upp í 35. vísu, virðist sýna leið vondra manna til end-
anlegrar tortímingar. Ekki er að efa, að leiðin liggur „norður og niður“. Mest