Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Síða 108

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Síða 108
108 V Ö L U S P Á KONUNGSBOKAE ber á ánni Slíðr, sem rennur frá austri til vesturs of eitrdala og hinir dæmdu verða að vaða. Fyrir norðan ána og neðan, á Niðavpllum, þ. e. í undirheimum, er gullinn salur, auðvitað dvergasmíð. A þeim slóðum er kalt og dimmt. Yið hinum fordæmdu blasir björg, sem þeir fá þó ekki notið. Fyrir sunnan Slíður, einhvers staðar í byggð jötna, var annar salur, þar sem allt flóir í bjór. Eigi fá menn notið hans að heldur þrátt fyrir hita og brennandi þorsta. Helztu raunir vondra manna í hinztu ferð þeirra eru sam- kvæmt þessu 1) vatnsvíti, 2) hættur af alls kyns eitri, 3) allur háski styrjaldar af fljúg- andi spxum ok sverðum, 4) kuldavíti, 5) myrkur og 6) hitavíti. Ofan á allt hætist sú raun að þurfa að horfa á glæsta sali með lífsins gæðum — og geta sér þó enga björg veitt. Sé lagt upp í hina miklu för að ofan og sunnan, verður röð líkamlegra þj áninga — auk hinna andlegu — þessi: hiti, eitrun, vosbúð, sár, eitrun, kuldi, myrkur. 36. Sal sá hón standa sólu fjarri Nástrpndu á. Norðr horfa dyrr. Fellu eitrdropar inn of ljóra. Sá es undinn salr orma hryggjum. 37. Sá hón þar vaða þunga strauma menn meinsvara ok morðvarga ok þanns annars glepr eyrarúnu. Þar só Níðhpggr nái framgengna. Sleit vargr vera. Vituð ér enn eða hvat? Sá es undinn salr orma liryggjum (36. v.). „Hann er ofinn allr ormahryggjum sem vandahús“ (Sn.-E.). f Lexicon poeticum spyr Finnur Jónsson: „omviklet af, eller flettet af (?)“, og Sigurður Nordal segir: „þeir [þ. e. ormarnir] vinda hryggjunum um raftana í salþakinu“. Ég sé ekki betur en þá sé ruglað saman sögnunum að vinda og vefja. En hvað sem því líður, tel ég vafalaust, að átt sé við reglulegt vandahús, en fléttað lifandi ormahryggjum. Auk Snorra Sturlusonar leggur Fritzner þann skilning hiklaust í þessi orð (Sjá so. vinda 4 í orðabók hans.). Fellu eitrdropar inn of Ijóra (36. v.).Sá hón þar vaða þunga strauma menn meinsvara ok morðvarga (37. v.). „En ormahpfuð pll vitu inn í húsit ok blása eitri, svá at eftir salnum renna eitrár, ok vaða þær ár eiðrofar ok morðvargar“ (Sn.-E.). só (37. v.). í Konungsbók stendur sÝg, en í Hauksbók savg. Hljóðfræðilega var sára- lítill munur á „súg“ og „só“, þar sem ó var að fornu hálfnálægt einhljóð, en ú — eins og enn — nálægt einhljóð, og önghljóðið g heyrðist — og heyrist enn — illa í bak- stöðu og þó sízt eða alls ekki á eftir upptungusérhljóðunum ó og ú. f öðru lagi er só hin hljóðrétta mynd af sagnorðinu súga (sjúga) í þátíð, en saug samræmismynd við aðrar sagnir, sem beygjast eftir sama hljóðskiptaflokki. Þegar vondir menn hafa brotizt hina skelfilegu leið, sem áður er lýst (35. v.), koma þeir á kvalastaðinn — og fá sín ofurgjöld: Níðhoggr geymir þá í eins konar eiturpækli og lætur þá morkna þar, unz honum hentar að sjúga úr þeim blóðið og rífa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.