Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Page 109
VÖLUSPÁ KONUNGSBÓKAR
109
þá í sig aS lokum. Það er engin hending, að til slíkra örlaga nefnir völvan sérstak-
lega menn meinsvara ok morðvarga ok þanns annars glepr eyrarúnu. Eins og komiS
er, á þetta allt viS æsi: eiSrof þeirra, morS og frillulífi.
15. atriði, 38. og 39. vísa:
FYRIRBOÐAR RAGNARAKA
38. Austr sat en aldna
í járnviSi
ok fœddi þar
Fenris kindir.
VerSr af þeim pllum
einna npkkurr
tungls tjúgari
í trolls hami.
39. Fyllisk fjgrvi
feigra manna,
rýSr ragna sjpt
rauSum dreyra.
Svart varS á sólskin
of sumur eftir,
veSr 9II válynd.
VituS ér enn eSa hvat?
I Helga kviSu Hundingsbana I á sér staS hatrömm orSasenna milli Sinfjötla, bróSur
Helga, og GuSmundar Granmarssonar. Sinfjötli bregSur GuSmundi um aS hafa veriS
„vglva í Varinseyju'1 (37. v.) og auk þess „valkyrja . . . at AlfgSur" (38. v.). „Níu
óttu vit ... ulfa alna“ (39. v.), en GuSmundur mótmælir: „FaSir varattu fenris-
ulfa“ (40. v.). Þeir Sinfjötli deildu „fyr Gnipalundi“.
Þótt ekki væri annaS en Gnipalundr, minnir þaS orS á Gnipahelli Völuspár (Sjá
skýr. viS 42. v.). En önnur tengsl og meiri virSast mér vera á milli Helga kviSu I og
þessa kvæSis.
en aldna í járnviði (38. v.). Járn er málmur eSa vopn, en viðr vopns eSa vopna:
maSur, fyrst og fremst hermaSur og þá e. t. v. víkingur (Sbr. kenningar eins og
malmrunnr og stálviðr.). Er ekki „en aldna í manni“, þ. e. hin gamla hnfeigS í mann-
inum, ágirnd eSa máttur „rógmálms skatna“: Gullveig? Væri þá um aS ræSa eins
konar þríliSaSa kenningu af sama tagi og þ af veði Valfoðrs (27. v.). Sbr. veð Val-
fpðrs: auga, og fárnviðr: maSur (1. og 2. liSur), þ af auga: tár, og en aldna í manni:
ágirnd (3. liSur). — I Háleygjatali (3. v.) er SkaSi Þjazadóttir kölluS járnviðja, sem
aS líkindum er ekkert annaS en kenningin járnviðr: hermaSur, í kvenkyni, þ. e. skjald-
mær. Sbr.: „En SkaSi, dóttir Þjaza jptuns, tók hjalm ok brynju ok pll hervápn
ok ferr til ÁsgarSs at hefna fpSur síns“ (Sn.-E.). Járnviðja er talin meSal tröllkvenna
í Þulum (IV c 4), enda var SkaSi jötunmær. Sbr. ívið- í íviðgjarn: gjarn á illsku,
grimmd, og lviðja: tröllkona, eiginlega hin illa, grimma — eSa svipaSrar merkingar
og tröllkvennaheitin Atla (sk. lo. atall), Fála (sk. so. fœla) og Grýla (sk. dö. grusom).
Ég held, aS völvan Gullveig-HeiSur sé hér komin ljóslifandi og stuSli nú aS föSur-
hefndum Fenris, sem sjálfur á um sárt aS binda.
í upphafi spilltu jötnar og vanir ásum meS djúpsettum ráSum. Þó kom þar, aS æsir
og vanir sneru bökum saman. En vanir höfSu vakiS upp draug, sem þeir réSu ekki viS: