Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Síða 111
VÖLUSPÁ KONUNGSBÓKAR
111
Gól of hýnum
í gaglviði
fagrrauðr hani,
sá es Fjalarr heitir.
en annarr gelr
fyr jgrð neðan
sótrauðr hani
at sglum Heljar.
42. Geyr Garmr mjgk
fyr Gnipahelli.
Festr mun slitna,
en freki rinna,
— fjplð veit hón frœða,
fram sé ek lengra
of ragna rpk, —
rgmm sigtíva.
Hinn óbreytti jötunn, gýgjar hirðir (40. v.), situr á haugi „ok varðar alla vega“
(Skí. 11). Svo er hann æðrulaus, að hann slœr horpu (Sbr. Gunnar í ormagarðinum —
og hlátur Högna.). Glaðr Eggþér hlakkar til að „þéa eggjar“, heita þeim, herjast.
í gaglviði. Gagl er gæsarungi eða fugl, en viðr skógur. Ef fuglar væru landdýr ein-
göngu, gæti „skógur gæsarunga" verið kenning á grasi. En á máli skáldanna heitir
„foglheimr“ (Sn.-E.) gagls leið (Pl. 28), gamrrdeið (Þdr. 2), flugrein (Has. 44) og
annað slíkt. Skýringar ber því að leita á „skýja slóð“ (Has. 19). Tel ég víst, að gagl-
viðr, þ. e. skógarþykkni eða myrkviður gæsarunga, sé ský. — Nú dettur engum í hug,
að hanar hafi flogið miklu hærra fyrir þúsund árum en á síðari tímum. Hitt er annað
mál, að í Jötunheimum er allt stórkostlegt. Fjalarr situr ekki á neinu priki, heldur gelur
hann „í skýjum uppi“, á hverju sem hann stendur. Til samanburðar skal hér aðeins
hent á uxann „Himinhrjóð“.
í Jötunheimum er haninn jagrrauðr (40. v.), en sótrauðr hani at solum Heljar
(41. v.). Roðinn stafar af rauðum dreyra himinsins (39. v.). Meðan blóðið er nýrunn-
ið, nær bjarminn allt til undirheima, en „myrkrið ræður litblænum á hana Heljar“
(S. N.). — Gól of þsum Gollinkambi. Þannig fegrar völvan hlut ása, nefnir ekki
blóðlitinn beinlínis, þegar þeir eiga hlut að máli (Sbr. sœ og þoll, 20. v.).
hplðar at Herjafpðrs (41. v.): einherjar (Sbr. þ af veði Valfpðrs, 27. v., mjoðr af
veði Valfpðrs, 28. v., en aldna í járnviði, 38. v.). I 40. vísu er lýst hinum vígglaða
jötni. Sjálfsagt er hugmynd ása að tefla einherjum á móti lýð jötna.
Gnipahellir (42. v.). Ef að líkum lætur, er Gnipa- skylt orðinu gnípa, sem myndað er
með forskeytinu ga- af stofni sagnarinnar að hnípa: drúpa höfði (Sbr. hnipinn.), og
merkir fjallstind, eiginlega þverhníptan tind, sem slútir efst. Af sama tagi er tröllkonu-
heitið Gneip, þ. e. sú, sem gnæfir, raunar sú, sem gnæfir lotin. En snemma mun merk-
ingin gnæfa, skaga hátt, hafa orðið ríkjandi í þessum orðum. Um orðið Gnipa- kemur
að mínum dómi tvennt til greina: að það sé eignarfall fleirtölu af nafnorðinu gnip,
sem gæti þýtt s. s. smátindur, nibba (Sbr. vík og vik.), eða veik beyging af lýsingar-
orðinu gnipr, sem væri sambærilegt við lýsingarorðið lilr og gæti þýtt s. s. tindóttur,