Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Síða 115
VÖLUSPÁ KONUNGSBÓKAR
115
Gnýr allr Jgtunheimr.
Æsir ro á þingi.
Stynja dvergar
fyr steindurum,
veggbergs vísir.
Vituð ér enn eða hvat?
Gnýr allr Jotunheimr. Jötnar eru hávaðasamir, svo sem mörg heiti þeirra bera vitni
um (Galarr, Gillingr, Þrymr, Oskruðr o. fl.). I 46. og 47. vísu er lýst brottför jötna að
heiman. Sagnorðin „ekr“ og „ferr“ segja ekkert til um það, hversu langt þeir eru á leið
komnir, en orðin „koma munu ... of l£g“ benda ekki til, að það sé ýkja langt. Þeir
eru áreiðanlega enn í Jötunheimum. Landher og sjóher kallast á, og sjálfsagt eru kveðj-
ur beggja herja annars vegar og tröllkvenna og barna þeirra hins vegar ekki hávaða-
lausar. Einkum má þó ímynda sér, að jötnar æpi heróp eða „gali undir randir“
(Hávm. 156) sér til hvatningar í byrjun sóknar. Æsir fylgjast auðvitað með öllu, en
hvat es með Qsum, meðan gnýr allr Jglunheimr? Því er fljótsvarað: Æsir ro á þingi,
vafalaust húsþingi (Sbr. Vsp. Nord.).
Hvat es með glfum? Stynja dvergar. Þetta bendir til, að höfundur Völuspár hafi
lítinn eða engan mun gert á álfum og dvergum. Hins sama gætir og í goðasögum
Snorra, þar sem Oðinn sendir tvisvar erindreka í Svartálfaheim til fundar við
dverga. Mig grunar, að með glfum eigi skáldið við „dverga í Dvalins liði“, sem ættir
sínar „til Lofars telja“ (14. v.).
Slynja dvergar fyr steindurum, veggbergs vísir. Engar heimildir eru fyrir því og
engin ástæða er til að ætla, að dvergar hafi tekið virkan þátt í ragnarökum. Samt eru
þeir skelfingu lostnir og vita ekki, hvar þeir eiga að hafa sig. Þannig er boðuð koma
Surts, því að fyrir Surtarloga var enginn óhultur.
49. Surtr ferr sunnan
með sviga lævi.
Skínn af sverði
sól valtíva.
Grjótbjprg gnata,
en gífr rata.
Troða halir helveg,
en himinn klofnar.
I sama mund sem hrímþursar, bergrisar og höfðingjar þeirra sækja að ásum „aust-
an“ (46.-47. v.), jerr Surtr sunnan með miklum glæsibrag. Hugsa verður sér, að ein-
herjar herjist við jötnalýð, en æsir eiga fang við foringja jötna (50.-52. v.). Samtímis
geisa landskjálftar, sem tröll og menn farast í hrönnum saman, en himinn klofnar, og
jörðin sígur alelda í djúpið (53. v.).