Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Blaðsíða 116
116
VÖLUSPÁ KONUNGSBÓKAR
19. atriði, 50. oG 51. VÍsa:
FALL ÓÐINS
50. Þá k0mr Hlínar
harmr annarr fram,
es Óðinn ferr
við ulf vega,
en bani Belja,
bjartr, at Surti,
— þá mun Friggjar
falla angan, — týr.
51. Þá k0mr enn mikli
mggr Sigfpður,
Víðarr, vega
at valdýri.
Lætr hann megi Hveðrungs
mund of standa
hjgr til hjarta.
Þá es hefnt fpður.
„Hlín, hon er sett til gæzlu yfir þeim mgnnum [en menn eru mennskir menn og
hvers kyns vættir í mannsmynd], er Frigg vill forða við háska n0kkurum“ (Sn.-E.). Ef
til vill vakti þetta fyrir skrifara Konungsbókar, þegar hann skrifaði fyrst: Frigg of
grét í Fensplum, vprðr Valhallar (32. v. b), en breytti síðan vprðr í vpð (sem upp
frá því er ekki í neinum tengslum við Frigg). En þá hefur skrifarinn snöggvast ruglað
saman — eins og fleiri -— Frigg og þjónustumey hennar, þar eð Hlín er „vgrðr Val-
hallar“, en ekki Frigg, ef marka má orð Snorra. Sem lífvörður hefur Hlín væntanlega
borið ábyrgð á Baldri eins og öðrum ástvinum Friggjar. En þá kpmr Hlínar harmr
annarr fram (50. v.), er Óðinn fellur ásamt Frey, án þess að hún fái rönd við reist.
Óðinn ferr við ulf vega, en bani Belja, bjartr týr, at Surti. Svo sem kunnugt er, merk-
ir týr guð. Sbr. andstæðurnar: bjartr týr — Surtr. Með kenningunni bani Belja er
minnt óþægilega á vopnleysi Freys, sem fargaði „sverði valtíva" (49. v.) endur fyrir
löngu vegna ástamála (Sjá Vsp. Nord.).
20. atriði, 52. vísa:
FALL ÞÓRS
52. Þá kpmr enn mæri
mggr Hlóðynjar.
Gengr Óðins sonr
við ulf vega.
Drepr hann af móði
Miðgarðs véurr.
Munu halir allir
heimstgð ryðja.
Gengr fet níu
Fjgrgynjar burr
neppr frá naðri
níðs ókvíðnum.