Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Page 117
117
VÖLUSPÁ KONUNGSBÓKAR
Gengr OSins sonr við ulf vegct. „Faðir allra goðanna ok manna ok alls þess, er af
honum ok hans krafti var fullgprt11 (Sn.-E.), er nýfallinn. Hann varð úlfi að bráð. Þó
að „Alfpðrs" hafi þegar verið hefnt, er óvætturin völunni — eða skáldinu — svo hug-
stæð, að nú gengr Oðins sonr við annan ulf vega, þ. e. annan óvin : Miðgarðsorm.
Á svipaðan hátt er orðið vargr notað í 37. vísu, þar sem það þýðir orminn Níðhögg.
Miðgarðs véurr drepr (lýstur) hann, þ. e. „ulf“ (óvininn), af móði.
neppr níðs ókvíðnum. Sögnin að kvíða er skyld sögninni að kveina, en ókvíðinn er
sá, sem hefur ekki áhyggjur af því, sem náin framtíð ber í skauti sér. I Fáfnismálum
segir: „Esa konungligt kvíða mgrgu“ (40. v.). Og Hávamál bjóða, að „þagalt ok hug-
alt skyli þjóðans barn ok vígdjarft vesa. Glaðr ok reifr skyli gumna hverr, unz sinn
bíðr bana“ (15. v.). Hér er lýst fullhuganum, hinum ókvíðna. Níð ókvíðnum (Sbr.
harm „skildi“, 32. v., og niðit fjollum, 61. v.) er einhvers konar brigzl í garð fullhug-
ans. Kemur vart annað til greina en brigzlyrði, sem merkir hugleysi. Fjprgynjar
hurr gengr fet níu. Er ekki átt við flótta? Neppr níðs ókvíðnum (Sbr. fjprneppr:
„lífnaumur“, Þorm. 2,5.) þýddi þá s. s. „flóttnaumur“ eða svipað og trauðr flótta
(Hhund. II, 20), glfiggr flugar (Gríp. 7), flugvarr (Eyv., 6. lv.), flóttstyggr (Sigv.
13,22) og flugskjarr (Sturl. 5,13). Þegar Þór gengur frá naðri, gengur hann af orm-
inum dauðum.
Einhverjir voðalegustu atburðir í veraldarsögu ásatrúarmanna eru eiðrofin, dauði
Baldurs og fall Þórs. Öllum þessum atburðum er lýst óbeint í Völuspá. Hvergi
segir berum orðum, að Þór hafi vegið borgarsmiðinn, heldur „á gengusk eiðar, orð ok
sœri, mýl pll meginlig, es á meðal fóru“ (26. v.). Dauði Baldurs er fólginn í orðunum:
„Hpðr nam skjóta, en Frigg of grét í Fensglum“ (32. v.). Og falli Þórs er ekki lýst
beinlínis, heldur „gengr Fjprgynjar burr níu fet frá naðri neppr níðs ókvíðnum“ (52.
v.). Sbr. hins vegar: „Þá mun Friggjar falla angan“ (50. v.).
21. atriði, 53.-55. vísa:
ÖRLÖGJARÐAR
(53. og 55. v.)
OG ÞRIÐJA STEF í ÞRIÐJA SINN
(54. v.).
53. Sól tér sortna.
Sígr fold í mar.
Hverfa af himni
heiðar stjgrnur.
Geisar eimi
við aldrnara.
Leikr hór hiti
við himin sjalfan.