Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Side 119
VÖLUSPÁ KONUNGSBÓKAR
119
jornar rúnar (Sbr. fornir stajir, Vafþr. 1 og víðar): forn fræði — í merkingunni
liðnir atburðir.
Þrjár tvenndir Völuspár — öðrum fremur — fela í sér eins konar andstæður: harm
og huggun. Óðinn fellur, en hans er hefnt (50.-51. v.). „Sígr fold í mar“, en ,,sér
hón upp koma gðru sinni jgrð ór ægi iðjagrœna“ (53. og 55. v.). Finnask œsir á Iða-
velli liarmi lostnir (56. v.). Efstur í huga er sá óvinurinn, sem lengst stóð, og grát-
ur Óðins eftir eiðrofin. En í grasi jinnask undrsamligar gollnar tpflur (57. v.).
Ásamt íðavelli minna þær á fyrri gullöld (7.-8. v.). „Þær eru hið eina veraldlegra
muna, sem stenzt ragnarök. Þær eru ímynd heilbrigðs lífs og þeirrar fullsælu, sem
æsir bjuggu við í árdaga. Ef til vill eru þær tákn ódauðleika hins góða“ (Skýr. M. F.).
23. atriði, 58.-60. vísa:
VIÐREISN VERALDAR
Æsir (58. og 59. v.) og menn (60. vj.
58. Munu ósánir
akrar vaxa.
Bpls mun alls batna.
Baldr mun koma.
Búa þeir Hgðr ok Baldr
Hropts sigtoftir
vel valtívar.
Vituð ér enn eða hvat?
59. Þá kná Hœnir,
— hlaut við kjósa, —
ok byrir byggja
brœðra tveggja
vindheim víðan.
Vituð ér enn eða hvat?
60. Sal sér hón standa,
sólu fegra,
golli þakðan
á Gimléi.
Þar skulu dyggvar
dróttir hyggja
ok of aldrdaga
ynðis njóta.
Hropts sigtojtir (58. v.). Hroptr: Óðinn, sig: orrusta, toft: byggingarlóð, land; orr-
ustulönd Óðins, þ. e. löndin, þar sem Óðinn liáði orrustu: himinn (Sbr. ragna sjot,
39. v.).
búa Hropls siglojtir vel: prýða himininn — að nýju — með sól, tungli og stjörnum
(Sbr. 5.-6. v.).
Athyglisvert er, að æsir eru — eftir sem áður — valtívar, þ. e. guðir þeirra, sem í
val falla, eða herguðir (Sbr. sverð valtíva, 49. v.).
Þá kná Hœnir ok byrir tveggja brœðra byggja víðan vindheim (59. v.).
byrir tveggja brœðra. Orðið byrir virðist vera hljóðverpt mynd af burr: sonur. Þó