Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Qupperneq 121
VÖLUSPÁ KONUNGSBÓKAR
121
orð í 2. línu 5. bls. Konungsbókar, en „nach neþan sind in R vier jetzt nahezu unles-
bare buchstaben geschrieben (nepp?)“ (R. C. Boer: Die Edda I, 13). Enginn efast þó
um, aö stafirnir fjórir hafi verið máðir út viljandi. I upphafi næstu línu, þ. e. ó und-
an orðinu niþit, er „jra udvisket i R“ (Bugge). Þar sem forsetning, sem stýrir eingöngu
þágufalli, getur enga samleið átt með níffit, dæmist frá vera meðal orða, sem máð hafa
verið út viljandi (Sbr. 88. bls. hér að framan, 3. lið.).
Svívirðingar Lokasennu eru einkum fólgnar í því, að Loki snýr helztu kostum goð-
anna í lesti. Segja má, að hann kalli það svart, sem raunar er hvítt. Allt slíkt er níð
því eða þeim, sem fyrir óhróðrinum verður. Þó að dalur mæti hóli, kærði hóllinn
sig víst ekkert um að vera kallaður dalur, mætti hann dóm á það leggja. Því held ég,
að níffit fjgllum sé gjáin — á sama hátt og mér taldist áður, að níð ókvíðnum væri
flótti (52. v.).
Á Vestfjörðum er alkunnugt orðtak að ganga neffan fjall. Það þýðir að ganga
upp fjallið og er í fullu samræmi við orðtak, sem allir landsmenn skilja: að ganga
ofan, t. d. stiga, þ. e. ganga niður.
Þar k0mr enn dimmi dreki, fránn naðr, fljúgandi neðan níðit fjollum: upp
gjána, þ. e. frá undirheimum.
Níðhgggr á heima „sólu fjarri Nástrpndu á“ (36. v.). Þangað berst honum ærin fæða
samkvæmt óhagganlegu náttúrulögmáli. Þar er hans ríki. Hvert erindi á Níðhöggur
upp á yfirborð jarðar? „Stynja dvergar fyr steindurum", þótt þeir séu „veggbergs
vísir“ (48. v.). Er ekki eins ástatt um Níðhögg? Honum finnst hann ekki lengur vera
óhultur — og leggur á flótta. í fátinu grípur hann með sér eins mikið nesti og klærn-
ar rúma, og sér á líkin, sem standa út undan fjöðrunum. Þegar Níðhöggur flýgr vgll
yfir, þarf enginn að efast um, að hverju stefnir. Völvan hefur því lokið máli sínu: Nú
mun hón sgkkvask.
Hinum 24 aðalatriðum Völuspár, þ. e. inngangi, 22 kjörnum heimssögunnar og nið-
urlagi, má skipta og skipa í efnisheildir á þessa lund:
I. Inngangur:
II. Sköpunarsagan:
EFNISSKIPUN
1:
2:
3-4:
5-6:
7-8:
9-16:
17-18:
19-20:
VÖLUSPÁR II
Ávarp.
Greinargerð.
Sköpun jarðar.
Ganga himintungla.
Gullöld ása.
Dvergaþáttur.
Sköpun mannsins.
Heimsmyndin.