Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Page 126

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Page 126
126 BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON TÓNSKÁLD Þetta eru þær heimildir, sem einkum er stuðzt við í þessari grein, auk allnáinna og vinsamlegra persónulegra kynna, einkum á árunum 1933-37. Það mun snemma hafa komið í ljós, að Björgvin var óvenjulegum gáfum gæddur, og ýmsir urðu til að kveða upp úr um það, að „Drottinn mundi ætla sér eitthvað“ með drenginn. Hann fór einförum og hneigðist til dagdrauma. En draumarnir snerust fremur um að breyta æskuheimilinu Rjúpnafelli í stórbýli, þar sem hann yrði kóngur í ríki sínu, heldur en hitt, sem síðar varð köllun hans og ævistarf. Kveðst hann hafa hugsað upp ýmsar vélar og áhöld, sem áttu að greiða leiðina að þessu marki, og undrazt það síðar, er hann sá sams konar eða svipuðum tækjum beitt vestan hafs. Guðmundur bóndi á Rjúpnafelli, faðir Björgvins, var söngvinn maður og hafði fagra baríton-rödd, að því er Björgvin hermir. Hann hafði verið forsöngvari í Hofs- kirkju. Aður en Björgvin var átta ára, hafði hann lært af föður sínum öll þau sálma- lög, sem hann kunni. Guðmundur hélt uppi heimilisguðsþjónustum daglega að vetr- inum og alla sunnudaga að sumrinu og stýrði þá söngnum sjálfur, þar til Björgvin tók við af honum tólf ára gamall. Sveitalífið var fábreytt, en Björgvin ákaflega viðkvæmur og hrifnæmur. „Einn kom með nýtt lag, annar með nýtt kvæði, þulu, gátu eða þjóðsögu. Allt varð þetta, einkum hörnunum, óþrjótandi umhugsunarefni . . .“, segir hann. Hann telur sig hafa haft skyggnigáfu um tíma í bernsku og um tveggja ára skeið hafi hún verið svo næm, að varla eða ekki hafi komið svo gestur á heimilið, að hann vissi það ekki fyrir, og stundum jafnvel hver koma mundi. Það vakti athygli, að drengurinn var lagvís í betra lagi, en lítil skilyrði voru til að þroska þá gáfu. Hljóðfæri voru fá í sveitinni og kunnáttumenn í tónlist engir. Björgvin telur það hafa haft úrslitaáhrif á feril sinn, að þegar hann var tíu ára gamall fluttist að næsta bæ við Rjúpnafell fjölskylda, sem hafði meðferðis lítið stofuorgel eða harmoníum, og spilaði sonur hóndans á það. Sótti drengurinn þangað löngum, og mestu yndisstundir hans voru þegar hóndasonurinn tók í hljóðfærið. Nokkru síðar fluttist í Vopnafjörð þingeyskur maður, sem eitthvað meira kunni fyrir sér í tónlist. Þessi maður beitti sér fyrir kórsöng í sveitinni, og tók Björgvin þátt í því starfi. Þótt þessi söngur væri harla ófullkominn, hafði hann þó djúp áhrif á drenginn, og um þetta leyti fóru dagdraumar hans að sveigjast æ meir í þá átt, sem ævibraut hans átti síðar að liggja. Af sjálfsdáðum og hyggjuviti sínu uppgötvaði hann ýmis undirstöðuatriði tónfræðinnar, þótt hann að svo komnu þekkti enga nótu. Átján ára gamall samdi Björgvin fyrstu lög sín fyrir áeggjan Kristjáns Wium, organista í Vopnafjarðarkirkju, en árinu áður hafði rætzt sá óskadraumur hans að eignast sjálfur harmoníum. Voru þetta mestmegnis eða eingöngu sálmalög, og hafa þau varðveitzt í handritum hans, sum þó umskrifuð eða fullfrágengin síðar. Einhverja tilsögn í hljóðfæraleik fékk Björgvin hjá Kristjáni, og var það eina lónlistarkennsla, sem hann naut, áður en hann fór til Ameríku. Hálfnauðugur segist Björgvin hafa lagt upp í þá för, en úrslitum hafi það ráðið meðal annars, að hann hafði þá ákveðið að verða tónskáld, og hafi sér verið Ijóst,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.