Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Síða 139
U M UANDRIT ÞORSTEINS ERLINGSSONAR
139
útgáfuna 1905. Breytingar þær,
sem Þorsteinn gerði, eru flestar
smávægilegar, en þó má nefna
sem dæmi hins gagnstæða síð-
ustu vísu í Stökum. í fyrstu út-
gáfu Þyrna, 1897, bls. 28,
hljóðar hún svo:
Nú í sængursali inn
sækir ljósið góða;
morgunkossinn sendir sinn
sól á vánga rjóða.
En í annarri útgáfu, 1905,
bls. 19, er erindið allt annað og
fyrirsögnin orðin Vísur:
Svæfðu rnínar meyjar blítt,
mildi næturkliður;
mintu þær á mart og frítt
meðan þær leggjast niður.
Þessi gerð síðustu vísunnar
hefir svo verið prentuð í öll-
um útgáfum Þyrna síðan, en
þær eru orðnar fimm alls.
Þá er að geta hreinritaðrar
kvæðabókar (Lbs. 4171, 4to),
en það er sama kvæðabókin
og Sigurður Nordal talar um í formála sínum fyrir útgáfu Þyrna 1918, bls. VI.
Þar segir hann: „I öðrum bálkinum (II, bls. 231-382) eru flest kvæði Þorsteins frá
árunum 1905-14, og nokkur eldri kvæði. Þessi kvæði voru ekki búin til prentunar
af skáldinu, en þó eru allmörg þeirra skrifuð í nýja ljóðabók, sem byrjar á kvæðinu
,1 vísnabók Huldu‘ og endar á vísunni til Benedikts Björnssonar, 20. September, 1911
(bls. 324).“ Sigurður minnist á aðra kvæðabók Þorsteins í þessum sama formála, bls.
IV, en sú bók var ekki með þeim handritum Þorsteins, sem safninu bárust að þessu
sinni. Um hana segir Sigurður: „Annars er til skrifuð ljóðabók, eiginhandarrit, frá
öllu þessu tímabili, og eru í benni flest kvæðin í þessum bálki, nema Jörundur og
Eden, og fáein óprentuð kvæði. Bók þessi er einkum merkileg fyrir það, að þar er
hvert kvæði tímasett, þó að Þorsteini hafi fundist tildur að vera að prenta þá tíma-
setningu að sér lifandi. Þar sést, að Þorsteinn hefur ekki komið sér upp ljóðabók
fyr en 1892, a. m. k. ekki sem geymst hefur.“
bctta a«Vins tinylum má
ciIiW Mutta j»cra
og a;tti jcg þcim að una hjá,
yrði’ hún svona að vcra.
' yí'lwRtM jjHUL* U<
fenct*' S&'ka-i
4*Ut lliU ti VIMIMMTI,
1
i U<\,.íé iUix
tilfó
'n’&t íJtt mjbi/nflu, U
tj.I>» kjVti jvnjySitrn M'.rillliimi
. r*M,f Hit'wýr imí.
muin iíir jirnwt
IW*, jjtvnci.
Nú í /a.*ngurtali inn
s.'cki/ Ijósið/góða;
mojá'unkosiinu sendir sinn
só/ á ványfa -rjóða.
VufS. núvicir ynéfjjúc '-úíC
•>iu.CAt njUtt-ff’k’Sr,■ , __
Uu'iilu » 7 ticnr rj tT7^f
■mtSui /rf-r júf-'
Síða úr fyrstu útgáfu Þyrna 1897 með breytingum
Þorsteins Erlingssonar.