Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Page 141
U M HANDRIT ÞORSTEINS ERLINGSSONAR
141
Reykjavík 1907 undir heitinu Islenzkar sögur og sagnir. Þjóðsögur hans er einnig að
finna í Þjóðsögum Olafs Davíðssonar, Huld, Bjarka og Arnfirðingi. Þessu safnaði
Freysteinn Gunnarsson saman á eina bók að undirlagi ekkju Þorsteins, Guðrúnar J.
Erlings, en bætti auk þess við nokkrum sögnum, sem var að finna í þjóðsagnasafninu
og ekki höfðu komizt á prent. Kom sú bók út í Reykjavík árið 1954 undir heitinu Þjóð-
sögur Þorsteins Erlingssonar. Gerir Freysteinn í formála nokkra grein fyrir handrit-
unum, bls. 5, og segir m. a.: „Margt er þó í handritum þessum, sem ekki þótti tiltæki-
legt, meðal annars nokkur brot með hendi Þorsteins sjálfs, sumt minnisdrög að sögum
eða ekki heilar sögur. Þá er þar ýmislegt, sem honum hefur verið sent, en ekki á heima
í þessari bók, svo sem alþýðlegir kviðlingar o. fl. Ég hygg, að varla verði gengið nær
þessu safni en gert var.“
I áðurnefndri útgáfu Freysteins eru þó ekki Sagnir Jakobs gamla, enda hafa þær
nokkra sérstöðu, eins og Freysteinn tekur fram. En þær höfðu verið gefnar út í
Reykjavík 1933. í formála fyrir útgáfunni segir Guðmundur G. Hagalín, að Þorsteinn
hafi skrifað þær upp á árunum 1907-1912 og aðeins sé til af þeim blýantshandrit.
Það hlýtur að vera sama blýantshandritið og safnið hefir nú eignazt, bláar, mjóar
ræmur (Lbs. 4177, 4to). Guðmundur segir í formálanum, að telja megi víst, að Þor-
steinn hafi ætlað að hreinskrifa þessar sögur og breyta e. t. v. einhverju; síðan kveður
hann svo að orði, bls. 5: „En rjettast þótti að láta sögurnar koma fyrir almennings-
sjónir eins og þær komu frá þeim Jakobi og Þorsteini. Þá þótti og rjett, að fella ekki
burt þær fáu sagnir, sem prentaðar hafa verið annarsstaðar eftir öðrum heimildar-
mönnum.“ Á þessum bláu ræmum eru þó margar sögur, sem birtust ekki í útgáfu Guð-
mundar. Þær eru þessar:
1. Sagan af Þorgrímunum, ræma 26-28.
2. Sagan af Hjalta Þorgeirssyni, r. 43-45.
3. Viðskipti séra Friðriks Eggertssonar, þá í Búðardal, og Bergs sterka, r. 45-47.
4. Viðureign Ballæringa, r. 47—51.
5. Bjarni Kolbeinsson og vofan, r. 53-54.
6. Gísli í Bæ á Selströnd, r. 58-59.
7. Bíldudalssauðirnir, r. 82-83.
8. Jafningjasaga, r. 86-87.
9. Sauðlauksdalsdraugurinn, r. 87-92.
10. Gullarfurinn, r. 96-98.
11. Árni Böðvarsson og Gunnarsstaðaþjófarnir, r. 113-114.
12. Útilegumaðurinn síðasti, r. 114-115.
13. Einkennileg vísa, r. 120.
14. Skúli á Kvennabrekku, r. 124-126.
15. Selurinn, sem skipti um ham, r. 129-131.
16. Af Bjarna og Ólafi, r. 131-133.
17. Markús Snæbjörnsson á Gesteyri, r. 141-146.
18. Veinið í Hagakirkju, r. 146-147.