Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Qupperneq 143

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Qupperneq 143
U M HANDRIT ÞORSTEINS ERLINGSSONAR 143 ur Thorsteinsson fundum pilt austur í Fljótshh'S, er okkur þótti gott mannsefni. Það var Þorsteinn Erlingsson. Steingrímur kendi honum latínu um veturinn, en að öðru leyti dvaldi hann mest hjá okkur . . Sigurður Nordal og Bjarni Benediktsson frá Hofteigi, í bók sinni um Þorstein, Reykjavík 1958, eru sammála um, að hlutur Jóns söðla í að koma Þorsteini á menntaveginn hafi verið drjúgur. Sigurður Nordal segir í greininni um Þorstein og skáldskap hans fyrir framan útgáfu Þyrna í Reykjavík 1943, hls. XXII-XXIII: „Líklega hefur Jón söðli, sem var máldjarfur maður og mörgum kunnugur, talað við þá Malthías og Steingrím um Þorstein og skáldskap hans, því að varla mundi pilturinn af sjálfsdáðum hafa flikað kvæðum sínum við slík stórmenni.“ Vel má vera, að Jón söðli hafi verið búinn að tala máli Þorsteins við þá Steingrím og Matthías fyrir fyrstu Reykjavíkurferð hans 1875, þótt Þorsteinn geti þess að vísu ekki í greinargerðinni í dagbókinni. Nú verða fyrir dagbókarbrot frá Hafnarárunum, og ná þau frá 1. apríl 1885 til 7. nóv. 1887. Þar ber sitthvaÖ fyrir augu, m. a. upplýsingar um veikindi þau, sem Þorsteinn átti við að stríða á þessum árum. Nokkur kveðskapur slæðist með, eins og víðar í dag- og minnisbókum, t. d. sést, að Þorsteinn hefir ort Trú, von og ást 21. -24. febrúar 1886 og hefir þá verið veikur. Hér er einnig að finna skýrslu Þorsteins um ferð þá um Island, er hann fór á veg- um ungfrú Horseford sumarið 1885. Skýrslan birtist í bók á ensku í London 1899, Ruins of the saga time. Með skýrslunni er dagbók frá sama ferðalagi með blýants- uppdráttum, 4. ágúst-21. september, svo og dagbók frá Bandaríkjaför þeirra dr. Valtýs Guðmundssonar á vegum sömu konu 1896, 26. maí-13. ágúst. Auk þeirra dagbókarbrota, sem minnzt hefir verið á hér að framan, eru ýmiss konar minniskver (Lbs. 4181-4182, 4to). Þá má geta um smáprent og blaðaúrklippur, sem Þorstein varða á einn eða annan hátt (Lbs. 4183, 4to) og ekki þótti rétt að skilja frá handritunum; einnig heillaóskir til hans á fimmtugsafmæli, í skeytum og ljóðum. Eru þar m. a. eiginhandarrit Jóns Olafssonar ritstjóra og Jónasar Guðlaugssonar að afmæliskvæðum (Lbs. 4184, 4to). Þessu fylgja svo erfi- og minningarljóð um Þorstein, sumt prentað, m. a. eftir Jón Magnússon, Bjarna frá Vogi, Hallbjörn Þorvaldsson og Guðmund FriÖjónsson, ásamt handriti síra Magnúsar Helgasonar að húskveðju eftir Þorstein og sérprenti hennar. Á árunum 1896-1899 sat Þorsteinn austur á Seyðisfirði og ritstýrði Bjarka. Rit- gerðir, bréf og kvæði, sem Bjarka hafa verið send, bárust safninu nú með handritum Þorsteins (Lbs. 4178, 4to), einnig gögn, er lúta að fiskveiðihlutafélaginu Garðari og aðdrættir að sögu Seyðisfjarðar, en Þorsteinn skrifaði grein um Seyðisfjörð í Eimreiðina 1902-1903, sem hann nefndi Seyðisfjörður um aldamótin 1900. Ýmis tíningur, er varðar Þorstein sjálfan, hefir verið látinn i eitt og sama bindi, Lbs. 713, fol. Ekki skal það allt tíundað hér, en þar ber þó margt skemmtilegt fyrir augu, svo sem smáskjal, þar sem Þorsteinn er skipaður brezkur varakonsúll. Þar er einnig samningur, sem þeir hafa gert með sér, Þorsteinn og Oddur Björnsson, um útgáfu á ljóðum hins fyrrnefnda. Samningur þessi er gerður 22. sept. 1894, og skuld-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.