Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Síða 144

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Síða 144
144 U M HANDRIT ÞORSTEINS ERLINGSSONAR bindur Þorsteinn sig til þess að hafa kvæðin fullbúin til prentunar „innan ársloka 1895“ og einnig „áframhald af kvæðum“ fullbúið til prentunar 1896. En dráttur nokkur varð á útgáfunni, því að kvæðin komu ekki út fyrr en árið 1897 undir heit- inu Þyrnar og á kostnað Odds, en ekki gaf hann fleira út eftir Þorstein. Og þarna eru námsferilsblöð, prófskírteini um heimspekipróf, Testimonium paupertatis og bréfið frá Konsistoríinu, þar sem Þorsteinn er kallaður fyrir vegna Rask-málsins, og fleira. Að síðustu skal hér getið nokkurra ósamstæðra greina og annars efnis (Lbs. 4186, 4to). Er sumt af því eftir Þorstein og með hans hendi, t. d. um móðurætt hans og umsögn hans um safn Ólafs Davíðssonar af þulum og þjóðkvæðum. Má um leið minna á, að i Lbs. 1201, 4to, er stutt ritgerð eftir Þorstein um leika. Þá er hér grein um Gullfossmálið með hendi Þorsteins, minnisblöð um Jón í Gerði, Um vikurösku- fall í Múlasýslum á annan í páskum (29. marz) 1875 eftir síra Sigurð Gunnarsson yngra, Ritgjörð um skiptapa, skipalag og siglingar og um úrræði og umbætur á því, eftir Jón söðlasmið, Um Þórsmörk, eftir sama mann og með hans hendi og sitthvað fleira. Eins og getið var í upphafi þessa greinarkorns, var ekki ætlunin að segja nákvæm- lega frá handritum þessum og efni þeirra, heldur kynna þau að nokkru. Skal því staðar numið, en til gamans er hér birt kveðja Jónasar Guðlaugssonar skálds til Þorsteins fimmtugs. TIL ÞORSTEINS ERLINGSSONAR Þig hyllir ei skríðandi „höfðingjalið“ með hræsninnar uppgerð á tungu, með krossa og skúfa og háan hatt, þig hylla’ inir djörfu, ungu. Því enn þá stendur þú ungur og frjáls, þótt ýrð séu gráu hárin, með heila brynju og hreinan skjöld, sem þau hafa ekki flekkað árin! Og enn þá logar und augabrún sá æskunnar vígði bjarmi, sem bauð þér í fyrstu að halda á haf með hjörinn í sterkum armi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.