Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Qupperneq 147
NOKKURAR SÖGUR ... í HJÁVERKUM UPPSKRIFAtíAR
147
stangarhöggs, Brandkrossa þáttur, Droplaugar sona saga, Egils saga Skalla-Grímsson-
ar, Gunnlaugs saga ormstungu og Skáld-Hrafns, Þáttur af Stúfi skáldi, Þorsteins þáttur
Síðu-Hallssonar, Þorsteins þáttur tjaldstæðings, Egils þáttur Síðu-Hallssonar.
Guðlaugur er betri skrifari þeirra bræðra. Hann hefur mikið skraut við upphaf
sagna og þátta, og stundum kapítula, og hann hefur teiknað margar myndir í litum
og lífgað með þeim upp á sögurnar. Hann gerir sér, sem vonlegt er, ekki grein fyrir
húsakosti og klæðaburði fornmanna, setur því burstir á bæ Njáls og klæðir þá Gizur
hvíta og Hjalta Skeggjason í heldri manna búning samtíðar sinnar.
Seinna bindið er í svipuðu broti (33.3x20.5 cm), 648 blaðsíður, og hefur Guðmund-
ur Magnússon skrifað það allt að undantekinni Flóamanna sögu og Vatnsdæla sögu,
585.-648. bls., en þær eru með hendi Guðlaugs. Hefur Guðmundur sennilega látið
binda þær með þessu bindi til að jafna milli bindanna.
Guðmundur kallar þetta bindi að vísu No. 1, en í því þarf þó ekki að felast, að það
sé eldra, heldur var eins eðlilegt, að hann kallaði svo það bindi, sem hann átti bróður-
partinn í, þegar hann síðar varð einn eigandi beggja bindanna. Þess er og að geta, að
bindi hans hefst á Landnámu, og kann það jafnframt að valda nokkru um tölusetningu
hans.
í bindi þessu eru auk þeirra sagna, er þegar hefur verið getið, þessar sögur og
þættir: Ölkofra þáttur, Bandamanna saga, Bárðar saga Snæfellsáss, Gests saga Bárð-
arsonar, Gunnars þáttur Þiðrandabana, Finnboga saga ramma, Grautar-Halla þáttur,
Harðar saga og Hólmverja, Þorgríms saga prúða, Kjalnesinga saga, Jökuls þáttur Búa-
sonar. Ljósvetningasaga, Víga-Styrs saga, Heiðarvíga saga, Þórarins þáttur Nefjólfs-