Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Page 151

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Page 151
NOKKUKAR SÖCUK ... í HJÁVERKUM UPPSKRIFAÐAR 151 á frumbýlisárunum, hafa haft þetta verk Guðlaugs í huga, er hann sagÖi um hann, aS hann væri „valinkunnur fræðimaður“. Eg birti hér stuttan kafla úr umræddum þætti Guðlaugs, lýsingu hans á för land- anna frá Ontario vestur til Manitoba og komu þeirra til Nýja íslands. „Hinn 21. septembermánaðar afréðu um 250 manns að fara á stað til nýlendunnar; á leiðinni bættust við liópinn úr öðrum pörtum Ontariofylkis og Bandaríkjum nokk- uð margir Islendingar. Þá var engin járnbraut fyrir norðan stórvötnin, Superior og Huron. Hópurinn fór því á járnbraut frá Toronto til Sarnia, þaðan eftir vötnunum til Duluth, síðan á járnbraut gegnum Minnesota vestur að Rauðá. Síðan vatnsveg til Winnipeg eftir ánni. Eftir litla dvöl lagði hópurinn á stað vatnsleið norður til Nýja íslands. Sú ferð gekk seint, því skipin voru ekki til gangs gerð. Það voru afar stórir kassar, sem fólk og flutningur fluttist á, og var látið reka fyrir straumi. Slíkir kassar eru oft hafðir til að flytja á vörur og eldivið eftir ám. Snemma morguns, 17. október- mán., lagði flotinn á stað frá Winnipeg, með mjög lítilli viðhöfn; kassarnir voru níu, þrír og þrír festir saman. Mörgum, sem horfðu á flota þennan leggja á stað, leizt ekki á blikuna; sögðu menn, að allir innan borðs myndi drukkna í Winnipeg-vatni, ef storm- ur kæmi uppá. Þá var ekki um mörg gufuskip að gera, sem gengu norður á vatn; aðeins gufubáturinn „Colville“. 21. október tók gufubátur þessi flotann, sem þá var kominn niður undir Rauðárósa, og dró hann samdægurs norður að Víðinesi (Willow Point). Eftir nærri 5 daga ferð frá Winnipeg til Nýja íslands stigu þessir fyrstu land- námsmenn þar fæti á land. Það var síðla dags (kl. 4x/2) á síðasta sumardag 1875.“ Guðlaugur kvæntist árið 1898 Henriettu Vilhelmínu Clausen frá Keflavík í Gull- hringusýslu, en þess er ekki getið, að þau hafi eignazt börn. Guðlaugur Magnússon lézt að heimili sínu í Nesi á jóladagsmorgun 1917, og hafði Jóhannes, hróðir hans, þá dáið fyrir aðeins fimm dögum.1 Af Guðmundi Magnússyni er fátt að segja. Hann fæddist í Arnarhæli 27. janúar 1850, en fór við lát foreldra sinna að Breiðabólstað á Fellsströnd og átti þar heima til æviloka, 1. maí 1915. Hann var lengi í vist, síðar húsmaður og loks bóndi 1892-1915. Hann var ókvæntur.2 Um feril umræddra handrita þeirra hræðra er það loks að segja, að þau voru í eigu Guðmundar þar til nokkru fyrir andlát hans, að hann afhenti þau Magnúsi Jónssyni, bróðursyni sínum, þá bónda að Ási við Stykkishólm. En frá honum gengu þau árið 1943 til Björns Jónssonar bónda á Kóngsbakka í Helgafellssveit, sem kvæntur er Sigur- horgu, dóttur Magnúsar. Björn á Kóngsbakka gaf Landsbókasafni kost á handritum þessum nokkru fyrir jól 1965, og kann safnið honum beztu þakkir fyrir. Þegar rætt er um íslenzka alþýðumenningu liðinnar tíðar, hljótum vér m. a. að minn- 1 Ilelzta heimild um Guðlaug er smáþáttur um hann í Almanaki Ólafs Thorgeirssonar 1916; enn- fremur minningargrein um hann í 2. tbl. Lögbergs 1918 eftir Magnús J. Skaptason. 2 Jón Guðnason: Dalamenn II, 116.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.