Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Page 128

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Page 128
128 ÚR FÓRUM BENEDIKTS FRÁ AUÐNUM nálega alls sem náð hefur þroska, stendur engu síður á eins manns herðum víðast, þótt því sje vanalega gleymt og þó heimtar það starf oft engu síður dug og manndóm. Og vel eru bækurnar valdar, og ekki hefði jeg leikið það eftir, og jeg hugsa að svo hefði orðið um fleiri. Það er auðvitað að þú hefðir haft ritgjörðina í tímaritinu fyllri en hún er orðin, ef þú hefðir gengið svo frá henni sem þú vildir, því nú er hún nokkuð sundurlaus, þó ágætt sje það, það sem það nær. Hve skilningur okkar jafnvel á eigin hag nær skamt, og hve íhaldið er okkur rótgróið, sjezt á engu betur en því, hve samtökin eru oss örðug, og hafa þó fyrir augunum ágætan, auðskilinn og átakanlegan skóla eins og samtök auðvaldsins, sem einmitt með samlieldninni einni færir okkur úr fötunum, dregur af okkur bjórinn og tekur hverja ketnurtu, sem næst, ekki í felum eða á nætur- þeli, heldur um alhjartan daginn í augsýn okkar allra. Jeg hef haldið tölur um þetta tvívegis, og reyndar oftar, í verkmanna og iðnaðarmanna fjelögum, og benti þeim á, hve nauðsynlegt væri að byrja í tíma áður en neyðin ræki menn til örþrifaráða, og áður en að því ræki hjer sem í menningarlöndunum, að þeir yrðu að kaupa sjer mat og börnum sínum með því, að horfa á vinnuveitendur og rakka þeirra hafa konur þeirra og dætur að vild, heimta með sjálfskyldu og engri þökk og veita þó sultar- launin aðeins fyrir bæn og af náð. Jeg hafði sjálfur horft á þessa niðurlægingu og lýsti því svo sem jeg hafði vit á og fanst mjer sem ýmsir menn skildu þetta með höfð- inu, en jeg fann það glögt á mjer, að þessir menn urðu að skilja með taugunum og öllum skrokknum til þess nokkurt minsta gagn væri að, og að reynsla þeirra ein gæti talað svo þau skilningarvit gætu greint. Auðmennirnir eiga hægri leik, þeir eru fáir, og fleiri mentaðir af hundraði en múgurinn og geta látið hnefann og dauðann tala við skilningsleysið og samviskusemina, þar sem hún er til baga. Sá er munurinn . . . . Ollum líður okkur bærilega og erum þeir lánsmenn, að eiga lítið af ástriðum eða ósk- um svo gráðugum eða heimtufrekum, að ekki megi oftast sletta einhverju í þær svo í bili, að þær lofi okkur að hafa húsfrið. Pólitíkin er að kinda undir kötlunum og grautnum og ýmsu brent, það finst mjer á lyktinni.“ Páll Þórarinsson á Halldórsstöðum 26/4 1903: (Vorkennir fyrrv. bóndanum Benedikt starfið á Húsavík þó hann hafi betri aðstöðu til að blanda geði og hugsunum við aðra). „ . . . einhæf fæða er það til lengdar og margbreittara er það að losa hugann við fólkið við og við og snúa honum að náttúrunni eða dýrunum, að líta yfir skepnur sínar á hverjum degi og gera sjer hugmynd um væntanlegann þroska og vöxt þess óþroskaða, að líta á hvað það eldra er búið að gera fyrir mann og hvað maður megi eiga von á af því framvegis, að líta yfir stabbann sinn og bjóða harðindunum birgin, að heyra til byljanna skella á húsunum og vera sjer þess meðvitandi að þetta er óvinur- inn sem maður hefur í hendi sinni þegar nóg er til að setja í eldinn og allur fjenaður- inn er inni í húsunum . . . .“ og ánægjan . . . „hún er tvöföld þegar maður er staddur í sínum eigin atthögum þar sem hvert óvalið holt, hver laut og klettur er stimplaður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.