Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Side 130

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Side 130
130 ÚR FÓRUM BENEDIKTS FRÁ AUÐNUM finn að þú segir hvert orð satt; en einmitt þess vegna áttu að breyta til, losna við hin andadrepandi störf og taka þetta, verða aftur nýr maður. - Eg trúi því aldrei, að þú verðir nokkurn tíma gamall.“ Jón Gauti Pétursson bóndi, Gautlöndum 9/2 1910: „Ég segi þér, nærri að segja fyrstum manna, þetta áform mitt. Ég geri það af því, að hjá þér hefi ég fundið ljósastan skilning á þessum málum, og óblandnastan tilgang í því að lækna þessi mannfélagsmein - þrátt fyrir alt misskilnings-moldviðri, er óhlut- vandir menn hafa þyrlað upp í kringum þig. Ég leita hjá þér upplýsinga um fyrst og fremst hvernig þér geðjast að þessu, og þar næst, ef þú vilt hvetja mig til starfa í þessa átt, hvaða undirbúning þú telur nauðsýnl., og hvaða hliðum þú ræður mér til að snúa að. Þetta eru víðtækar og hálar spurningar er ég ber fram, en ég treysti þér til að svara þeim eftir beztu samvizku, án tillits til hvort mér falli betur eða ver. Ég hjó á því við þig í vor sem leið, að mig langaði til að afla mér leiðbeininga um „Statistik“. Hvað heldur þú um að nota hana meira en gert er til að sýna mönnum ástand mannfélags- ins?“ Svar frá Benedíkt 22/2 1910: „Eg efast um að þú getir til fulls getið nærri hver áhrif svona bréf frá æskumanni hafa á okkur karlana sem eru að dragast aftur úr, og finna að lífið þykist ekki lengur hafa þeirra þörf. Þeim finnst þá fara að verða ömurlegt í kringum sig. En þegar æsk- an tekur þá tali, lofar þeim að vera með sér við ráðagerðir og byggingu nýrra hug- sjónaborga, þá yngjumst við upp og getum þá jafnvel orðið eins ungir og hinir. Ef þú getur nærri hvílík nautn þetta er, þá geturðu líka nærri hver áhrif bréfin þín höfðu á mig . . . .“ (Alls er svarið á 12. bls. í qvarto.) Björn Sigurðsson í Grjótnesi 22/12 1916: (Minnist bréfs Benedikts til Þorsteins á Daðastöðum.) „Jeg man ekki að jeg hafi lesið mælskara brjef, en satt var það sem þú sagðir, dá- lítið hefurðu verið stórorður sumstaðar .... Jeg er alt í einu ósjálfrátt farinn að minnast á skáldskap; það vildi jeg að skemmra væri á milli okkar . .. .“. Frá Matthíasi Eggertssyni presti í Grímsey 27/10 1919: „Vegna (þess) þú ert heima á flestum sviðum mannlegrar þekkingar, leita jeg nú til þín. í þetta sinn er það kirkjuleg spurning eða sambland af kirkjul. og lögfræði- legri spurningu sem jeg legg fyrir þig til úrlausnar. Svo er mál með vexti að karl- og kvennpersóna hjer í ey liafa felt hugi saman og langar til að fá kirkjulega vígslu, en svo er ástatt með manninn að hann hefur ekki verið fermdur ....
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.