Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Side 154

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Side 154
154 HANDRITIÐ GERM. QUART. 2065 iögmaður á sama tíma og Páll Hvítfeld og Knútur Steinsson hafa hér yfirráð. Eins og getið var á bls. 147, sigldi Erlendur ásamt Gísla biskupsefni með Knúti til Danmerk- ur á „Englinum“, og má lesa í bréfi Gísla í DI til Daða í Snóksdal, að hann komist varla í áheyrn hjá kóngi fyrir ráðríki Knúts, og verður manni þá ósjálfrátt hugsað til sakamála Erlends, sem hann slapp tiltölulega vel frá. Þá eru það dönsku réttarbæturnar (Rætte bpder) á 91 blaðsíðu, sem byrja 17 bls. síðar en hinar íslenzku enda. I þessa eyðu eru aðeins krotaðar minnisgreinar Knúts Steinssonar á l1/^ bls. Réttarbæturnar eru með sömu hendi og dönsku landslögin fremst. Mér þykir líklegast, að þær séu líka frá sama líma og þar á milli hafi átt að koma Jónsbókarlög á íslenzku, sem hafi ekki verið tiltæk, en átt hafi að bæta inn í, er til íslands kæmi. Þó að hér sé um líkur einar að ræða, þá kemur þelta sam- an og heim við feril Hvítfeldanna. Knútur gat svo fyllt í eyðuna á eftir. Þegar Páll Hvítfeld „afgreiðir“ Knúti Steinssyni Island á Öxarárþingi árið 1554, þá er alls ekki ólíklegt, að hann hafi látið handrit með dönsk-norskum lögum og norskum réttarbótum fylgja með í kaupunum. Sem hermaður hefur hann skoðað það sem skyldu sína að framkvæma konungsskipun, fremur en bæta einhverju inn í lög- bókina. Það að meira varð um fésektir en manndráp eftir Kristján skrifara, er fé- græðgi konungs sjálfs að þakka eða kenna. Mér þykir því líklegast, að þeir gæðingar konungs sem bjuggu í Björgvin eigi meiri þátt í tilkomu þessa handrits (í tvennmn skilningi) en Knútur Steinsson, ættaður frá Langalandi. Afi Knúts, Peder Steen, d. 1493, er kenndur „til Havnelev“, en Krogager, síðar Steensgaard, var í eigu ættar- innar fyrr og síðar. Þá komum við að þeim handhafa hdr. Gq 2065, sem öruggar heimildir eru um, Knúti Steinssyni, höfuðsmanni á íslandi 1554r-1559. (Eitt bréf eða dómur í DI, sem áætlað er, að skrifað sé 1558, en nefnir Pál Stígsson sem höfuðsmann, getur ekki verið rétt ársett.) Mér þykir þó rétt að drepa á, að milli Kristófers og Páls Hvítfelds voru tveir aðrir danskir höfuðsmenn á íslandi, þeir Otti Stígsson (bróðir Páls) og Lárus Múli. En e silentio eru hvorki líkur né rök til að tengja nöfn þeirra við þetta handrit. Eins og ég gat um á bls. 144, er sama hönd á klausunum á árunum 1558, 1559 og 1571 (andlát Dóróteu móður Friðriks II). Þar sem þær að öðru leyti fjalla um K. St., er ljóst og raunar sannað, að Knútur hefur haldið handritinu hjá sér áfram, hvort sem það var nú réttmæt eign hans eða ekki, en ekki látið það í hendur eftirmanni sínum, Páli Stígssyni. Ég hef ekki átt þess kost að hera þessar greinar og klausur saman við eiginhandarrit (bréf) Knúts sjálfs, ef til eru. En sönnunin, að hann hafi sjálfur þar um fjallað, er gefin efnislega í Smáklausunum (206r), þar sem hann getur brúðkaups síns 1558 og fæðingar sonar síns, Hans, á Lyngbygaard árið 1559. Þess er getið í DBL XXII, 459 o. áfr., að þessi sonur, Hans Steensen til Steensgaard, hafi verið uppi 1559-1594 og náði þannig aðeins 35 ára aldri, en hans er getið sérstaklega í Dansk Adels Aarhog XXXVII, 498, en Knúts ekki. Það væri með ólíkindum, ef
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.